Frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Ugla Egilsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Stofumyrkur. fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“ Menning Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“
Menning Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira