Vondur rekstur eða góður? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2013 00:00 Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar