Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag Ingimar Einarsson skrifar 24. október 2013 06:00 Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun