Vonandi ekkert M & M vandamál í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 07:45 Luka Modric og Mario Mandzukic. Mynd/AFP Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Króatíska landsliðið stendur á milli Íslands og þátttöku á HM í Brasilíu 2014 en þetta varð ljóst eftir að þjóðirnar drógust saman í umspilsleikjunum í gær. Ísland fékk ekki Grikkland eins og margir óskuðu eftir en slapp jafnframt við Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Króatía er 28 sætum ofar en Ísland á styrkleikalistanum og vann tvo örugga sigra þegar landslið þjóðanna mættust tvisvar árið 2005. Króatar byrjuðu undankeppnina af krafti og náðu í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum. Lokakaflinn var hins vegar skelfilegur og liðið horfði á eftir Belgíu inn á HM eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Tvö af töpunum komu á móti lærisveinum Gordons Strachan hjá Skotlandi sem unnu aðeins einn annan leik í riðlinum. Slakt gengi kostaði landsliðsþjálfarann Igor Stimac starfið og Króatar verða með nýjan þjálfara, Niko Kovac, í leikjunum á móti Íslandi. En hverjar eru aðalstjörnur króatíska landsliðsins? Fréttablaðið skoðaði stærstu stjörnur Króata og notaði tækifærið til að bera þá saman við leikmenn í svipuðum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu. Stjörnuleikmenn Króatíu eru eins og lykilmenn íslenska landsliðsins að spila sinn fótbolta utan heimalandsins. Fjórir leikmenn í síðasta landsliðshópi Króata spila í Meistaradeildinni (Ísland á þrjá) og tveir þeirra spila í ensku úrvalsdeildinni. Ísland á einnig tvo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Þekktustu leikmenn Króata eru án vafa þeir Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, og Mario Mandzukic, framherji Evrópumeistara Bayern München. Báðir eru þeir í stórum hlutverkum hjá tveimur af sterkustu knattspyrnuliðum heims og það er alveg ljóst að framganga króatíska liðsins ræðst mikið af frammistöðu Modric og Mandzukic. Það liggur vel við að bera þá Modric og Mandzukic saman við Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. Króatíska landsliðinu hefur gengið illa án Modric eins og því íslenska án Gylfa. Mandzukic er stór og stæðilegur framherji með markanef eins og Kolbeinn. Kolbeinn slær honum þó við með því að hafa skorað 13 mörk í 19 landsleikjum en Mandzukic hefur skorað einu landsliðsmarki minna þrátt fyrir að hafa spilað 25 fleiri leiki. Fyrirliðinn Darijo Srna hefur spilað með landsliðinu frá 2002 og er orðinn landsleikjahæstur frá upphafi (108 leikir). Srna er einnig þriðji í skoruðum mörkum (20) á eftir þeim Davor Suker (45) og Eduardo da Silva (29) en Suker er nú forseti króatíska sambandsins. Eduardo er enn með landsliðinu sem og þeir Ivica Olic (16 mörk) og Niko Kranjcar (16) sem eru í næstu sætum á markalistanum.Þeirra Kolbeinn Sigþórsson Mario Mandzukic, 27 ára framherji Bayern München – 12 mörk í 44 landsleikjum. Þeirra Gylfi Þór Sigurðsson Luka Modric, 28 ára miðjumaður Real Madrid – 8 mörk í 70 landsleikjumÞeirra Aron Einar Gunnarsson Darijo Srna, 31 árs bakvörður eða vængmaður Shakhtar Donetsk og fyrirliði Króatíu. Leiðtogi liðsins sem hættir aldrei og gefur ekkert eftir.Þeirra Alfreð Finnbogason Nikica Jelavic, 28 ára framherji Everton og fyrrum Rangers-maður – 5 mörk í 30 leikjum. Þarf oft að byrja á varamannabekknum. Þeirra Eiður Smári Guðjohnsen Ivica Olic, 34 ára framherji Wolfsburg og fyrrverandi leikmaður Bayern München og CSKA Moskvu – 16 mörk í 87 landsleikjum.Þeirra Birkir Bjarnason Ivan Rakitic, 25 ára miðjumaður Sevilla sem ólst upp sem fótboltamaður í Sviss (Birkir Bjarna í Noregi) – 9 mörk í 57 landsleikjum.Þeirra Jóhann Berg Guðmundsson Ivan Perisic, 24 ára vængmaður VfL Wolfsburg 1 mark í 24 landsleikjum. Frábær skotmaður eins og Jóhann Berg Guðmundsson.Góðir en næstum því gleymdir Niko Kranjcar, Queens Park Rangers Eduardo Alves da Silva, Shakhtar Donetsk
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira