Til forseta Ekvador Formenn fimm Vinstri-grænna flokka á Norðurlöndum skrifar 21. október 2013 06:00 Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun