Ferðaþjónusta á krossgötum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. október 2013 06:00 Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun