Kolbeinn fær aftur tækifæri til að jafna met Péturs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 06:00 Kolbeinn Sigþórsson fagnar hér marki sínu á móti Kýpur á föstudagskvöldið. Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira