Kolbeinn fær aftur tækifæri til að jafna met Péturs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 06:00 Kolbeinn Sigþórsson fagnar hér marki sínu á móti Kýpur á föstudagskvöldið. Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlandsliðs í fótbolta, getur gert sögulegan dag enn sögulegri á morgun þegar Íslendingar mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum. Kolbeinn hefur nú skorað í fjórum landsleikjum í röð og er farinn að ógna meti sem var sett aðeins 25 dögum eftir að Kolbeinn kom í heiminn snemma árs 1990. Metið á Pétur Pétursson sem skoraði í fimm landsleikjum sínum í röð á árunum 1987 til 1990. Kolbeinn hefur verið í sömu aðstöðu áður en hann var búinn að skora í fjórum landsleikjum í röð síðasta haust þegar hann meiddist á öxl og var frá í marga mánuði. Kolbeinn skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum eftir að hann sneri til baka en hefur heldur betur bætt úr því í haust. Met Péturs Péturssonar var sett á tveggja og hálfs árs tímabili en ekki á þremur mánuðum eins og mögulega hjá Kolbeini takist honum að skora á morgun. Pétur skoraði í 2-1 sigri á Norðmönnum í september 1987 en ósætti við landsliðsþjálfarann Sigfried Held urðu til þess að hann spilaði ekki oftar fyrir Þjóðverjann. Pétur gaf ekki kost á sér í tveimur síðustu leikjum ársins 1987 vegna brúðkaupsferðar og Held var ósáttur við það og setti hann í bann. Held sat í þjálfarastólnum í tvö ár og næsti landsleikur Péturs var því ekki fyrr en Guðni Kjartansson tók tímabundið við liðinu fyrir leik á móti Tyrkjum í september 1989. Guðni setti Pétur beint inn í byrjunarliðið og Pétur svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í frábærum 2-1 sigri. Pétur var áfram sjóðheitur í fyrstu leikjum liðsins undir stjórn Svíans Bo Johansson og skoraði í þremur fyrstu leikjum ársins 1990. Pétur var því búinn að skora í fimm landsleikjum í röð á 30 mánuðum en tókst ekki að skora í leik á móti Albaníu í lok maí 1990. Pétur lék aðeins einn landsleik til viðbótar og skoraði ekki fleiri mörk fyrir landsliðið. Kolbeinn hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum af þessum fjórum þegar Birkir Bjarnason skaut í hann og í markið en síðan hefur hann skorað í leikjum á móti Sviss, Albaníu og Kýpur. Nú er að sjá hvort hann kemst í klúbbinn með Pétri annað kvöld. Mörk í flestum landsleikjum í röðFimm leikir í röðPétur Pétursson 1987-1990Ísland-Noregur 2-1 Laugardalsvöllur 9. september 1987 Skoraði á 21. mínútuÍsland-Tyrkland 2-1 Laugardalsvöllur 20. september 1989 Skoraði tvö mörk, á 52. og 69. mínútuLúxemborg-Ísland 1-2 Esch 28. mars 1990 Skoraði á 16. mínútuBermúda-Ísland 0-4 Hamilton 3. apríl 1990 Skoraði tvö mörk, á 4. og 88. mínútu (víti)Bandaríkin-Ísland 4-1 St. Louis 8. apríl 1990 Skoraði á 85. mínútu (víti)Fjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2011-2012Ísland-Kýpur 1-0 Laugardalsvöllur 6. september 2011 Skoraði á 4. mínútuFrakkland-Ísland 3-2 Valenciennes, 27. maí 2012 Skoraði á 34. mínútuSvíþjóð-Ísland 3-2 Gautaborg, 30. maí 2012 Skoraði á 26. mínútuÍsland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 15. ágúst 2012 Skoraði tvö mörk, á 30. og 90. mínútuFjórir leikir í röðKolbeinn Sigþórsson 2013Ísland-Færeyjar 2-0 Laugardalsvöllur 14. ágúst 2012 Skoraði á 65. mínútuSviss - Ísland 4-4 Stade de Suisse, Bern 6. september Skoraði á 56. mínútuÍsland-Albanía 2-1 Laugardalsvöllur, 10. september Skoraði á 47. mínútuÍsland-Kýpur 2-0 Laugardalsvöllur, 11. október 2013 Skoraði á 60. mínútu
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira