Gerum bjartsýnisáætlun fyrir Landspítalann Svavar Gestsson skrifar 10. október 2013 06:00 Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun