Biðin er óþolandi! Árni Stefán Jónsson skrifar 27. september 2013 06:00 Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun