Að „víla og díla“ Elín Hirst skrifar 20. september 2013 06:00 Á fundi Viðskiptaráðs og í viðtali í Viðskiptablaðinu nýlega kom fram lýsing Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra H.F. Verðbréfa, á íslenska fjármálaheiminum í dag. Sú lýsing vakti sérstaka athygli mína. Það sem eykur á þunga orða Andra er að hann er sjálfur í forsvari fyrir fyrirtæki innan íslenska fjármálageirans. Andri fullyrðir að starfsmenn fjármálafyrirtækja séu sjálfir enn að „víla og díla“ með sinn persónulega fjárhag í þessum útboðum, eins og Andri orðar það. Andri heldur áfram: „Ekki nóg með að bankarnir eigi þessi fyrirtæki, láni þessum fyrirtækjum og kaupi fyrirtækin að einhverju leyti eða aðilar á þeirra vegum eru starfsmenn bankanna líka að fjárfesta og taka þátt í þessum útboðum. Þetta er eitthvað sem mér finnst að við hefðum átt að læra af reynslunni 2008.“ Þá segir Andri fulltrúa fjármálageirans koma fram með hroka og að hlutafjárútboð sem ráðist hefur verið í eftir hrun séu ekki til þess fallin að auka tiltrú fólks á markaðnum. Auðvitað er þetta bara ein rödd og athyglisvert að heyra frá fleirum innan fjármálaheimsins um þessa þróun. Í kosningabaráttunni í vor lagði ég áherslu á eftirfarandi í mínum málflutningi: Það þarf að skera upp herör gegn græðgi, sjálfhygli og óheiðarleika og þeirri áráttu, sem því miður alltof margir eru haldnir í okkar þjóðfélagi, að maka krókinn, hvar og hvenær sem þeir komast í aðstöðu til þess og yfirleitt alltaf á kostnað annarra. Hér er þörf á hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera í fararbroddi. Mér hefur fundist mjög gott að leita í smiðju forystumanna okkar á fyrri tímum, hvernig litu þeir á málin. Jón Þorláksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „Sá sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að fullnægja sem bezt þörfum annarra.“ Ég hvet bæði Alþingi og ríkisstjórn að setja fjármálastofnunum þær leikreglur í eitt skipti fyrir öll sem duga til þess að við stefnum ekki þjóðarhag í hættu á nýjan leik eins og 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á fundi Viðskiptaráðs og í viðtali í Viðskiptablaðinu nýlega kom fram lýsing Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra H.F. Verðbréfa, á íslenska fjármálaheiminum í dag. Sú lýsing vakti sérstaka athygli mína. Það sem eykur á þunga orða Andra er að hann er sjálfur í forsvari fyrir fyrirtæki innan íslenska fjármálageirans. Andri fullyrðir að starfsmenn fjármálafyrirtækja séu sjálfir enn að „víla og díla“ með sinn persónulega fjárhag í þessum útboðum, eins og Andri orðar það. Andri heldur áfram: „Ekki nóg með að bankarnir eigi þessi fyrirtæki, láni þessum fyrirtækjum og kaupi fyrirtækin að einhverju leyti eða aðilar á þeirra vegum eru starfsmenn bankanna líka að fjárfesta og taka þátt í þessum útboðum. Þetta er eitthvað sem mér finnst að við hefðum átt að læra af reynslunni 2008.“ Þá segir Andri fulltrúa fjármálageirans koma fram með hroka og að hlutafjárútboð sem ráðist hefur verið í eftir hrun séu ekki til þess fallin að auka tiltrú fólks á markaðnum. Auðvitað er þetta bara ein rödd og athyglisvert að heyra frá fleirum innan fjármálaheimsins um þessa þróun. Í kosningabaráttunni í vor lagði ég áherslu á eftirfarandi í mínum málflutningi: Það þarf að skera upp herör gegn græðgi, sjálfhygli og óheiðarleika og þeirri áráttu, sem því miður alltof margir eru haldnir í okkar þjóðfélagi, að maka krókinn, hvar og hvenær sem þeir komast í aðstöðu til þess og yfirleitt alltaf á kostnað annarra. Hér er þörf á hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera í fararbroddi. Mér hefur fundist mjög gott að leita í smiðju forystumanna okkar á fyrri tímum, hvernig litu þeir á málin. Jón Þorláksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði til dæmis: „Sá sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að fullnægja sem bezt þörfum annarra.“ Ég hvet bæði Alþingi og ríkisstjórn að setja fjármálastofnunum þær leikreglur í eitt skipti fyrir öll sem duga til þess að við stefnum ekki þjóðarhag í hættu á nýjan leik eins og 2008.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun