Risamarkaður handan við hornið Svavar Hávarðsson skrifar 19. september 2013 07:00 Í júní komu 2.500 tannréttingafræðingar saman í Hörpu til skrafs og ráðagerða. Formaður framkvæmdanefndarinnar, Jonathan Sandler, segir að Reykjavík geti orðið ein af tíu vinsælustu ráðstefnuborga heims; hér sé allt til staðar til að svo megi verða. Mynd/Eyþór Árnason Markaðssetning og skipulagsvinna í íslenskri ferðaþjónustu næstu árin á að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu og leggja til hliðar gömul markmið um milljón ferðamenn eða tvær. Þetta er ein meginniðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynnti hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu rannsóknir sínar á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í liðinni viku. Það var mál manna á ráðstefnunni að til þess að laða efnameiri ferðamenn til landsins þyrfti að koma til mikil fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar í víðum skilningi, og það til lengri tíma.Milljónir á fundi Rökrétt næsta skref virðist hins vegar handan við hornið og lýtur að gríðarstórum hópi fólks sem sækir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi hvers konar á hverju ári. Í skýrslu BCG segir að þessi hópur ferðamanna hafi meira aðdráttarafl fyrir Ísland en allir aðrir hópar. Ástæðan er einföld. Þeir eyða meiru á ferðalagi en aðrir markhópar og þar munar miklu. BCG segir að þjónusta við þennan hóp ferðamanna sé rétt að slíta barnsskónum á Íslandi en stór skref hafi hins vegar verið tekin að undanförnu og er tvennt nefnt; bygging Hörpu og stofnun markaðsfyrirtækisins Meet in Reykjavík (Ráðstefnuborgin Reykjavík). Að fyrirtækinu standa Reykjavíkurborg, Harpa og Icelandair Group sem kjölfestuaðilar, ásamt fjölda annarra aðildarfélaga sem þjónusta þennan markað eða njóta góðs af aukinni markaðssetningu á einn eða annan máta. Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir að markmið fyrirtækisins falli vel að boðskap BCG en með þeirri undantekningu, miðað við marga aðra hópa ferðamanna, að innviðirnir eru þegar til staðar til að auka hlutdeild Íslands í þeim risamarkaði sem hér um ræðir. „Þessi ferðamaður, ráðstefnugesturinn, er oftar en ekki að koma hingað þegar verksmiðjan er tóm, svo að segja. Þessi hópur er að koma utan háannar en er hins vegar að skilja margfalt eftir miðað við marga sem hingað koma í júlí og fylla að mestu tölfræðina yfir ferðamenn á Íslandi. Við erum tilbúin til að taka á móti mun fleirum úr þessum hópi þess vegna. Á kjörtíma þessara ferðalanga er pláss á hótelum og framboð af þjónustu sem annars er illa nýtt.“ Á þetta atriði benda sérfræðingar BCG sérstaklega. Þó að þessi hópur sé ekki líklegur til að verja miklum tíma utan suðvesturhluta landsins sé hann mikilvægur við að dreifa aðsókn ferðamanna yfir árið. BCG nefna einnig að líklega sé þessi hópur ferðamanna um 7% af öllum sem heimsækja landið. Árið 2011 hafi aðeins verið 33 viðburðir sem teljist til alþjóðlegra ráðstefna en borgir eins og Amsterdam, Búdapest, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn fái árlega um og vel yfir 100 slíka viðburði.Þorsteinn Örn GuðmundssonUm hvað er að tefla? Markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir í Evrópu veltir um 30.000 milljörðum króna á þessu ári, er gróft mat Meet in Reykjavík. Þorsteinn segir möguleikana kristallast í þessum stærðum og að smá leikur að tölum skýri það enn betur. Íslenski markaðurinn þyrfti einungis að fá um 0,05% (einn tuttugasta úr prósenti) af þessari köku til að skila veltuaukningu upp á tæplega 16 milljarða króna á ári. Meðaleyðsla ráðstefnu- og hvataferðagesta er að minnsta kosti tvöfalt meiri en hjá öðrum ferðamönnum og er áætluð yfir 60 þúsund krónur á dag. Í ljósi þess hvað hér er um stóran markað að ræða telur Meet in Reykjavík afar raunhæft að hlutur Íslands fari hratt stækkandi – og 0,05% af kökunni gætu verið ágætis byrjun. Hvað er í veginum? Þorsteinn segir að ýmis ljón séu í veginum. Helst sé að nefna að vinna á áhættufælni þeirra fáu og stóru aðila sem annast undirbúning alþjóðlegra ráðstefna. „Einn stærsti þröskuldurinn er að gera þeim grein fyrir hversu góð aðstaða er á Íslandi. Við erum að skipta við aðila sem þekkja stóru borgirnar og vita að hverju þeir ganga þar. Menn telja sig vita allnokkuð um Ísland en vita samt ekki nógu mikið. Sumir vita hversu háþróað íslenskt samfélag er en aðrir halda að við búum í snjóhúsum og allt þar á milli. Þeir sem eru snjóhúsamegin á skalanum eru mjög áhættufælnir, enda skiptir viðkomandi öllu máli að þúsund manna ráðstefna takist vel. Okkar vinna snýst því um að komast í samband við þessa aðila, sem eru tiltölulega fáir en stórir, og virkilega útskýra að áhættan er ekki til staðar,“ segir Þorsteinn. Vinna Þorsteins og félaga snýst um að markaðssetja Reykjavík fyrst og síðast. „Ég er þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu óendanlegir þegar viss grundvöllur hefur verið lagður. Ekkert er þá til fyrirstöðu að komur þessara ferðamanna dreifist um landið.“Lítið vitað Þegar Þorsteinn er spurður hvert markmið Meet in Reykjavík er við fjölgun á þessum hópi ferðamanna kemur hann inn á aðkallandi vanda íslenskrar ferðaþjónustu. „Það hafa verið afar litlar rannsóknir á þessum hluta ferðaþjónustunnar hér á Íslandi. Til að vita hvaða aðferðir henta okkur best þarf rannsóknir. Til að marka skýr markmið verður maður að vita hvar maður er. Öðruvísi sér maður ekki árangur erfiðisins. Við teljum að hægt sé að ná mun stærri hlutdeild á þessum markaði og þetta sem ég nefndi, 0,05 prósent, er langt undir því sem við teljum okkur eiga inni,“ segir Þorsteinn. Fréttaskýringar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Markaðssetning og skipulagsvinna í íslenskri ferðaþjónustu næstu árin á að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu og leggja til hliðar gömul markmið um milljón ferðamenn eða tvær. Þetta er ein meginniðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynnti hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu rannsóknir sínar á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í liðinni viku. Það var mál manna á ráðstefnunni að til þess að laða efnameiri ferðamenn til landsins þyrfti að koma til mikil fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar í víðum skilningi, og það til lengri tíma.Milljónir á fundi Rökrétt næsta skref virðist hins vegar handan við hornið og lýtur að gríðarstórum hópi fólks sem sækir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi hvers konar á hverju ári. Í skýrslu BCG segir að þessi hópur ferðamanna hafi meira aðdráttarafl fyrir Ísland en allir aðrir hópar. Ástæðan er einföld. Þeir eyða meiru á ferðalagi en aðrir markhópar og þar munar miklu. BCG segir að þjónusta við þennan hóp ferðamanna sé rétt að slíta barnsskónum á Íslandi en stór skref hafi hins vegar verið tekin að undanförnu og er tvennt nefnt; bygging Hörpu og stofnun markaðsfyrirtækisins Meet in Reykjavík (Ráðstefnuborgin Reykjavík). Að fyrirtækinu standa Reykjavíkurborg, Harpa og Icelandair Group sem kjölfestuaðilar, ásamt fjölda annarra aðildarfélaga sem þjónusta þennan markað eða njóta góðs af aukinni markaðssetningu á einn eða annan máta. Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir að markmið fyrirtækisins falli vel að boðskap BCG en með þeirri undantekningu, miðað við marga aðra hópa ferðamanna, að innviðirnir eru þegar til staðar til að auka hlutdeild Íslands í þeim risamarkaði sem hér um ræðir. „Þessi ferðamaður, ráðstefnugesturinn, er oftar en ekki að koma hingað þegar verksmiðjan er tóm, svo að segja. Þessi hópur er að koma utan háannar en er hins vegar að skilja margfalt eftir miðað við marga sem hingað koma í júlí og fylla að mestu tölfræðina yfir ferðamenn á Íslandi. Við erum tilbúin til að taka á móti mun fleirum úr þessum hópi þess vegna. Á kjörtíma þessara ferðalanga er pláss á hótelum og framboð af þjónustu sem annars er illa nýtt.“ Á þetta atriði benda sérfræðingar BCG sérstaklega. Þó að þessi hópur sé ekki líklegur til að verja miklum tíma utan suðvesturhluta landsins sé hann mikilvægur við að dreifa aðsókn ferðamanna yfir árið. BCG nefna einnig að líklega sé þessi hópur ferðamanna um 7% af öllum sem heimsækja landið. Árið 2011 hafi aðeins verið 33 viðburðir sem teljist til alþjóðlegra ráðstefna en borgir eins og Amsterdam, Búdapest, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn fái árlega um og vel yfir 100 slíka viðburði.Þorsteinn Örn GuðmundssonUm hvað er að tefla? Markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir í Evrópu veltir um 30.000 milljörðum króna á þessu ári, er gróft mat Meet in Reykjavík. Þorsteinn segir möguleikana kristallast í þessum stærðum og að smá leikur að tölum skýri það enn betur. Íslenski markaðurinn þyrfti einungis að fá um 0,05% (einn tuttugasta úr prósenti) af þessari köku til að skila veltuaukningu upp á tæplega 16 milljarða króna á ári. Meðaleyðsla ráðstefnu- og hvataferðagesta er að minnsta kosti tvöfalt meiri en hjá öðrum ferðamönnum og er áætluð yfir 60 þúsund krónur á dag. Í ljósi þess hvað hér er um stóran markað að ræða telur Meet in Reykjavík afar raunhæft að hlutur Íslands fari hratt stækkandi – og 0,05% af kökunni gætu verið ágætis byrjun. Hvað er í veginum? Þorsteinn segir að ýmis ljón séu í veginum. Helst sé að nefna að vinna á áhættufælni þeirra fáu og stóru aðila sem annast undirbúning alþjóðlegra ráðstefna. „Einn stærsti þröskuldurinn er að gera þeim grein fyrir hversu góð aðstaða er á Íslandi. Við erum að skipta við aðila sem þekkja stóru borgirnar og vita að hverju þeir ganga þar. Menn telja sig vita allnokkuð um Ísland en vita samt ekki nógu mikið. Sumir vita hversu háþróað íslenskt samfélag er en aðrir halda að við búum í snjóhúsum og allt þar á milli. Þeir sem eru snjóhúsamegin á skalanum eru mjög áhættufælnir, enda skiptir viðkomandi öllu máli að þúsund manna ráðstefna takist vel. Okkar vinna snýst því um að komast í samband við þessa aðila, sem eru tiltölulega fáir en stórir, og virkilega útskýra að áhættan er ekki til staðar,“ segir Þorsteinn. Vinna Þorsteins og félaga snýst um að markaðssetja Reykjavík fyrst og síðast. „Ég er þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu óendanlegir þegar viss grundvöllur hefur verið lagður. Ekkert er þá til fyrirstöðu að komur þessara ferðamanna dreifist um landið.“Lítið vitað Þegar Þorsteinn er spurður hvert markmið Meet in Reykjavík er við fjölgun á þessum hópi ferðamanna kemur hann inn á aðkallandi vanda íslenskrar ferðaþjónustu. „Það hafa verið afar litlar rannsóknir á þessum hluta ferðaþjónustunnar hér á Íslandi. Til að vita hvaða aðferðir henta okkur best þarf rannsóknir. Til að marka skýr markmið verður maður að vita hvar maður er. Öðruvísi sér maður ekki árangur erfiðisins. Við teljum að hægt sé að ná mun stærri hlutdeild á þessum markaði og þetta sem ég nefndi, 0,05 prósent, er langt undir því sem við teljum okkur eiga inni,“ segir Þorsteinn.
Fréttaskýringar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira