Kæru alþingismenn Elín Hirst skrifar 10. september 2013 06:00 Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar