Ráðinn í stað fransks Óskarsverðlaunahafa Freyr Bjarnason skrifar 7. september 2013 12:00 Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira