Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar 7. september 2013 08:45 Hér fagna íslensku strákarnir jöfnunarmarkinu í gær. Mynd / Valli Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira