Gróðavon mikil á ónumdu svæði Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. september 2013 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits, Gunnlaugur Jónsson forstjóri Eykon Energy og Morten Lindbæck sérfræðingur Fondfinans í Noregi fluttu erindi i Hörpu i gær. Fréttablaðið/GVA Fréttaskýring: Hvers mega Íslendingar vænta komi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu?„Leitið og þér munið finna, og þar með búa til verðmæti,“ segir Morten Lindbæck, sérfræðingur Fondfinans í Noregi, að sé starfsemi olíufyrirtækja í hnotskurn. Grunnurinn að geiranum öllum sé að finna olíu og gas. Jan Mayen-hryggurinn og þar með Drekasvæðið segir hann að sé í þriðja flokki svæða sem leitað sé á. Lindbæck fjallaði um olíuiðnaðinn í Noregi og nokkrar grunnreglur sem fyrirtæki í olíuleit þurfa að viðhafa á fundi VÍB um möguleika Íslendinga í þeim geira í Hörpu í gærmorgun. Í fyrsta flokki leitarsvæða segir Lindbæck að séu þekkt svæði þar sem olía hafi fundist áður í vinnanlegu magni, líkt og sé undan ströndum Noregs. Þau nefnir hann „greiðfær Júrasvæði“, eða Jurassic fairway upp á ensku. Í öðrum flokki eru svo hliðarsvæði (e. step out exploration) og í þeim þriðja ónumin lönd (e. frontier exploration) þar sem óvissa sé mest um afrakstur.Norska ríkið styrkir leit „Vegna þess að ekki er búið að bora neitt á Jan Mayen-hryggnum fellur hann í flokk ónuminna landa,“ segir Morten Lindbæck. „Óvissa er þar samt kannski heldur minni en á öðrum ónumdum svæðum vegna þess sem vitað er um jarðfræði svæðisins og olíuleka sem vart hefur verið á sjávarbotninum.“ Norska ríkið, segir Lindbæck, hefur smám saman aukið stuðning sinn við olíuleitarfyrirtæki í gegnum þá umgjörð sem slíkum fyrirtækjum er búin þar í landi. Fyrsta kastið væru ríki þó upp á einkafyrirtæki komin þegar kæmi að leit og borun eftir olíu og gasi. Núna jafni hins vegar norska ríkið stöðu olíuleitarfyrirtækja og greiði fyrir komu nýliða á markaðinn með því að fá í endurgreiðslu skatts þann kostnað sem lagt væri í við olíuleit. „Þetta fyrirkomulag á eftir að ýta undir áhuga á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu þegar Noregur opnar fyrir hana.“Fjórar holur af fimm þurrar Í erindi sínu lagði hann áherslu á að fyrirtæki sem ætluðu að leggja fyrir sig olíuleit þyrftu að vera afar vel fjármögnuð, dreifa áhættu í starfsemi sinni og beita köldu mati á arðvænleika þeirra verkefna sem lagt væri í. Reynslan sýndi að fjórar af hverjum fimm boruðum holum væru þurrar. Vandinn væri hins vegar að ekki væri hægt að gefa sér í hvaða röð boraðar holur gæfu af sér. Þá væri mikilvægt fyrir olíuleitarfyrirtæki að nota vinnsluhæfar holur til að renna stoðum undir reksturinn og frekari leit. Óráð væri að sækja fé á markað fyrr en reksturinn væri orðinn nokkuð stöðugur og stöndugur. Yfirskrift fundarins var „Er nýtt olíuævintýri í uppsiglingu?“. Fjallað var um hvaða tækifæri kynnu að bíða Íslendinga í olíuleit og vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. Auk Lindbæcks fluttu erindi Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Eykon hefur tryggt sér leyfi til leitar á Drekasvæðinu og skoðar um leið aðra kosti til þess að dreifa áhættu í starfseminni. Með því að vera í Noregi geti Eykon fengið endurgreidd frá norska ríkinu 78 prósent kostnaðar við leit að olíu. Gunnlaugur segir Drekasvæðið mikið rannsakað og líklega olíu að finna þar. Beggja vegna, á Grænlandi og við Noreg, séu olíusvæði sem rekið hafi frá Jan Mayen-hryggnum. „Þetta er eins og kaka sem hefur verið skorin í þrennt.“Komið að stjórnvöldum að marka stefnu Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, kveðst nema örlítil merki gullæðisstemningar í tengslum við umræðu um olíuleit á íslensku hafsvæði. „Við erum kannski ekki farin að hlaupa en örugglega farin að ganga rösklega,“ sagði hann á fundi VÍB í Hörpu í gær. Hann áréttar að þótt sterkar vísbendingar séu um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu eigi alveg eftir að sannreyna það. „Þangað til skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.“ Möguleikarnir og tækifæri landsins séu hins vegar mikil. „Við getum verið að horfa á að fjárfesting og þar með þjónusta í tengslum við leit eða leyfi sem búið er að veita geti farið frá því að vera nokkrir tugir milljóna á næsta ári upp í að vera 40 til 50 milljarðar króna í lok þess tímabils, eftir sjö til tíu ár,“ segir Eyjólfur Árni. Núna skipti hins vegar máli að móta framtíðarumgjörð og áætlun um hvernig standa eigi að hlutunum. Stöðugleiki og gagnsæi skipti þá öllu máli. Svara þurfi því hvernig skattlagningu verði háttað, hvort koma eigi hér á ríkisolíufélagi eða hafa á annan hátt. „Það vantar enn á að stjórnvöld marki sér stefnu um hvernig við ætlum að gera þetta næstu áratugina.“ Nálgast má upptöku af öllum fundinum, með framsögum og glærum á vef VIB. Fréttaskýringar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fréttaskýring: Hvers mega Íslendingar vænta komi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu?„Leitið og þér munið finna, og þar með búa til verðmæti,“ segir Morten Lindbæck, sérfræðingur Fondfinans í Noregi, að sé starfsemi olíufyrirtækja í hnotskurn. Grunnurinn að geiranum öllum sé að finna olíu og gas. Jan Mayen-hryggurinn og þar með Drekasvæðið segir hann að sé í þriðja flokki svæða sem leitað sé á. Lindbæck fjallaði um olíuiðnaðinn í Noregi og nokkrar grunnreglur sem fyrirtæki í olíuleit þurfa að viðhafa á fundi VÍB um möguleika Íslendinga í þeim geira í Hörpu í gærmorgun. Í fyrsta flokki leitarsvæða segir Lindbæck að séu þekkt svæði þar sem olía hafi fundist áður í vinnanlegu magni, líkt og sé undan ströndum Noregs. Þau nefnir hann „greiðfær Júrasvæði“, eða Jurassic fairway upp á ensku. Í öðrum flokki eru svo hliðarsvæði (e. step out exploration) og í þeim þriðja ónumin lönd (e. frontier exploration) þar sem óvissa sé mest um afrakstur.Norska ríkið styrkir leit „Vegna þess að ekki er búið að bora neitt á Jan Mayen-hryggnum fellur hann í flokk ónuminna landa,“ segir Morten Lindbæck. „Óvissa er þar samt kannski heldur minni en á öðrum ónumdum svæðum vegna þess sem vitað er um jarðfræði svæðisins og olíuleka sem vart hefur verið á sjávarbotninum.“ Norska ríkið, segir Lindbæck, hefur smám saman aukið stuðning sinn við olíuleitarfyrirtæki í gegnum þá umgjörð sem slíkum fyrirtækjum er búin þar í landi. Fyrsta kastið væru ríki þó upp á einkafyrirtæki komin þegar kæmi að leit og borun eftir olíu og gasi. Núna jafni hins vegar norska ríkið stöðu olíuleitarfyrirtækja og greiði fyrir komu nýliða á markaðinn með því að fá í endurgreiðslu skatts þann kostnað sem lagt væri í við olíuleit. „Þetta fyrirkomulag á eftir að ýta undir áhuga á olíuleit á Jan Mayen-svæðinu þegar Noregur opnar fyrir hana.“Fjórar holur af fimm þurrar Í erindi sínu lagði hann áherslu á að fyrirtæki sem ætluðu að leggja fyrir sig olíuleit þyrftu að vera afar vel fjármögnuð, dreifa áhættu í starfsemi sinni og beita köldu mati á arðvænleika þeirra verkefna sem lagt væri í. Reynslan sýndi að fjórar af hverjum fimm boruðum holum væru þurrar. Vandinn væri hins vegar að ekki væri hægt að gefa sér í hvaða röð boraðar holur gæfu af sér. Þá væri mikilvægt fyrir olíuleitarfyrirtæki að nota vinnsluhæfar holur til að renna stoðum undir reksturinn og frekari leit. Óráð væri að sækja fé á markað fyrr en reksturinn væri orðinn nokkuð stöðugur og stöndugur. Yfirskrift fundarins var „Er nýtt olíuævintýri í uppsiglingu?“. Fjallað var um hvaða tækifæri kynnu að bíða Íslendinga í olíuleit og vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. Auk Lindbæcks fluttu erindi Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy, og Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Eykon hefur tryggt sér leyfi til leitar á Drekasvæðinu og skoðar um leið aðra kosti til þess að dreifa áhættu í starfseminni. Með því að vera í Noregi geti Eykon fengið endurgreidd frá norska ríkinu 78 prósent kostnaðar við leit að olíu. Gunnlaugur segir Drekasvæðið mikið rannsakað og líklega olíu að finna þar. Beggja vegna, á Grænlandi og við Noreg, séu olíusvæði sem rekið hafi frá Jan Mayen-hryggnum. „Þetta er eins og kaka sem hefur verið skorin í þrennt.“Komið að stjórnvöldum að marka stefnu Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, kveðst nema örlítil merki gullæðisstemningar í tengslum við umræðu um olíuleit á íslensku hafsvæði. „Við erum kannski ekki farin að hlaupa en örugglega farin að ganga rösklega,“ sagði hann á fundi VÍB í Hörpu í gær. Hann áréttar að þótt sterkar vísbendingar séu um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu eigi alveg eftir að sannreyna það. „Þangað til skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.“ Möguleikarnir og tækifæri landsins séu hins vegar mikil. „Við getum verið að horfa á að fjárfesting og þar með þjónusta í tengslum við leit eða leyfi sem búið er að veita geti farið frá því að vera nokkrir tugir milljóna á næsta ári upp í að vera 40 til 50 milljarðar króna í lok þess tímabils, eftir sjö til tíu ár,“ segir Eyjólfur Árni. Núna skipti hins vegar máli að móta framtíðarumgjörð og áætlun um hvernig standa eigi að hlutunum. Stöðugleiki og gagnsæi skipti þá öllu máli. Svara þurfi því hvernig skattlagningu verði háttað, hvort koma eigi hér á ríkisolíufélagi eða hafa á annan hátt. „Það vantar enn á að stjórnvöld marki sér stefnu um hvernig við ætlum að gera þetta næstu áratugina.“ Nálgast má upptöku af öllum fundinum, með framsögum og glærum á vef VIB.
Fréttaskýringar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira