Ragna Lóa lofaði að halda partí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 06:30 Leikmenn Fylkis fögnuðu að vonum sigrinum á Grindavík á þriðjudagskvöldið Mynd/Einar Ásgeirsson „Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira