Ragna Lóa lofaði að halda partí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 06:30 Leikmenn Fylkis fögnuðu að vonum sigrinum á Grindavík á þriðjudagskvöldið Mynd/Einar Ásgeirsson „Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
„Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira