Tíundi bikarmeistaratitill Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir hér bikarnum á laugardaginn. Greta Mjöll tók þátt í síðasta bikarúrslitaleik kvennaliðsins árið 2005 þegar liðið hafði betur gegn KR. Fréttablaðð/daníel Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks. Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks.
Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira