Fótbolti

Þurfti ekki hjálp frá Þórði Guðjónssyni

Mario Been, þjálfari Genk sést hér á blaðamannafundi.
Mario Been, þjálfari Genk sést hér á blaðamannafundi. Mynd/Arnþór
Þórður Guðjónsson varð belgískur meistari með Genk vorið 1999 en þetta var fyrsti meistaratitill félagsins. Þórður var þá mjög öflugur á miðjunni og skoraði 9 mörk í 28 deildarleikjum.

Mario Been, þjálfari Genk, hitti Þórð uppi á Akranesi á sunnudaginn þegar hann sá FH vinna 6-2 sigur á ÍA.

„Ég var hjá Þórði á sunnudaginn og spurði hann um nokkra hluti. Það var ekki nauðsynlegt að fá einhverjar upplýsingar frá honum því ég sá liðið sjálfur,“ sagði Mario Been.

„Við fórum tvisvar til Íslands til að horfa á FH og það sem við sjáum var mjög tilkomumikið. Ég sá það sem ég vildi sjá. Þetta er gott lið sem verður erfitt að vinna,“ sagði Mario Been.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×