Körfubolti

Bíða eftir spennandi tilboði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Gunnarsson í landsleik með Íslandi.
Logi Gunnarsson í landsleik með Íslandi. Mynd/Stefán
Landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij og Hörður Axel Vilhjálmsson eru enn í leit að félagi erlendis til að spila með á næstu leiktíð.

„Ég neitaði samningstilboði frá sænsku liði í byrjun ágúst,“ segir fjölskyldumaðurinn Logi. Hann segir að ekki hafi tekist að semja að öllu leyti eins og vonir stóðu til. Njarðvíkingurinn hefur allajafna verið búinn að ganga frá sínum málum fyrr en nú. Hann hefur samt litlar áhyggjur og segir nær útilokað að hann spili hér heima í vetur.

„Ég finn það einhvern veginn á mér og heyri hjá umboðsmönnum að það er mikið í gangi,“ segir skotbakvörðurinn.

Pavel tekur undir orð Loga og á ekki von á því að spila hér heima í vetur.„Þetta gerjast áfram en það hefur ekkert spennandi komið enn,“ segir Pavel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×