Höfundarréttur.net Jón Þór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun