Sigur Hinsegin daga í Reykjavík Mikael Torfason skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun