Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:30 Aníta fagnar sigri sínum í Donetsk í gær. Nordicphotos/AFP „Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
„Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira