Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:30 Aníta fagnar sigri sínum í Donetsk í gær. Nordicphotos/AFP „Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Sjá meira