Snowden á Alþingi Elín Hirst skrifar 11. júlí 2013 06:00 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar