Evrópusambandið og forseti lýðveldisins Tryggvi Gíslason skrifar 5. júlí 2013 07:30 Við setningu Alþingis sagði forsetinn eðlilegt að Alþingi skyldi fyrir fjórum árum, þegar örlagaþrungin óvissa ríkti í efnahagslífi hins vestræna heims, sjá kosti í viðræðum við Evrópusambandið. Nú blasti annar veruleiki við. Enginn vissi hvernig sambandið kynni að þróast og evrusvæðið byggi við djúpa kreppu. Síðan segir: „Þessi atburðarás, og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn, hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur. […] Því er í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum.“ Þegar forsetinn segir mótaðilann virðast í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka samningaviðræðunum á næstu árum hafa flestir skilið orð hans þannig að Evrópusambandið vildi ekki „taka við Íslandi“ – á næstu árum. Í viðtali við RÚV 27. júní vegna Þýskalandsheimsóknar segist forsetinn aldrei hafa sagt „að Evrópusambandið vildi ekki taka við Íslandi” og bætir við að óábyrgt sé af Íslandi að fara í viðræður við Evrópusambandið í einhverjum leikaraskap. „Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess, og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn, að af ýmsum ástæðum, sem að ég rakti í ræðu minni, að ekki væri unnt að ljúka viðræðum, nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild.“ Þessi skoðun kemur ekki fram í ræðunni heldur sú skoðun að í raun væri ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur.Alvörusamband Nú er það ályktun forsetans „að ekki væri unnt að ljúka viðræðum, nema ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild“ – og forsetinn heldur áfram: „Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið, svona í einhverjum leikaraskap, bara til þess að kanna nú, hvað við kannski fengjum út úr því. Slíkur leikaraskapur er bara ekki gjaldgengur í alvöru alþjóðlegum samskiptum, þó að það kannski passi á Íslandi í umræðunni þar. Við verðum að passa okkar orðspor sem þjóð og sem lýðveldi að þegar við sækjum um inngöngu í aðildarsamband eins og Evrópu þá meinum við það í alvöru.“ Í þingsetningarræðunni var það „í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram“. Í viðtalinu við RÚV er það óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því. Ísland – þar sem leikaraskapur passar í umræðunni innanlands – getur ekki boðið alvörusambandi eins og Evrópusambandinu að kanna hvað fengist kannski út úr samningaviðræðunum.Samningar Þegar gengið er til samninga er verið að kanna hvað fæst út úr samningum. Norðmenn gengu til samninga við EB 1972 og lögðu samninginn fyrir þjóðina sem var felldur vegna þess að kjósendur töldu sig engu bættari. Hið sama gerðist 1993. Norðmenn fóru ekki í viðræður við „alvörusamband“ í einhverjum leikaraskap heldur sem fullvalda þjóð til að kanna hvað fengist út úr samningum. Enginn talaði um að það væri á vissan hátt óábyrgt af Norðmönnum að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið til þess að kanna hvað þeir fengju út úr samningunum, allra síst þjóðhöfðingi Norðmanna sem lét aldrei hafa neitt eftir sér um afstöðu sína, enda þjóðhöfðingi allra Norðmanna, hvort heldur þeir voru með eða á móti aðild. Auk þess vissi hann að hann ræður ekki stefnu Norðmanna í stjórnmálum. Forseti Íslands þarf að gera sér grein fyrir að hann ræður ekki stefnu Íslands í stjórnmálum, heldur kjörnir fulltrúar – stjórnmálamenn – og forsetinn er ekki stjórnmálamaður. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er „forseti lýðveldisins ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ og „ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“. En hann má ekki vera ábyrgðarlaus í tali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við setningu Alþingis sagði forsetinn eðlilegt að Alþingi skyldi fyrir fjórum árum, þegar örlagaþrungin óvissa ríkti í efnahagslífi hins vestræna heims, sjá kosti í viðræðum við Evrópusambandið. Nú blasti annar veruleiki við. Enginn vissi hvernig sambandið kynni að þróast og evrusvæðið byggi við djúpa kreppu. Síðan segir: „Þessi atburðarás, og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn, hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur. […] Því er í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum.“ Þegar forsetinn segir mótaðilann virðast í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka samningaviðræðunum á næstu árum hafa flestir skilið orð hans þannig að Evrópusambandið vildi ekki „taka við Íslandi“ – á næstu árum. Í viðtali við RÚV 27. júní vegna Þýskalandsheimsóknar segist forsetinn aldrei hafa sagt „að Evrópusambandið vildi ekki taka við Íslandi” og bætir við að óábyrgt sé af Íslandi að fara í viðræður við Evrópusambandið í einhverjum leikaraskap. „Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess, og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn, að af ýmsum ástæðum, sem að ég rakti í ræðu minni, að ekki væri unnt að ljúka viðræðum, nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild.“ Þessi skoðun kemur ekki fram í ræðunni heldur sú skoðun að í raun væri ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur.Alvörusamband Nú er það ályktun forsetans „að ekki væri unnt að ljúka viðræðum, nema ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild“ – og forsetinn heldur áfram: „Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið, svona í einhverjum leikaraskap, bara til þess að kanna nú, hvað við kannski fengjum út úr því. Slíkur leikaraskapur er bara ekki gjaldgengur í alvöru alþjóðlegum samskiptum, þó að það kannski passi á Íslandi í umræðunni þar. Við verðum að passa okkar orðspor sem þjóð og sem lýðveldi að þegar við sækjum um inngöngu í aðildarsamband eins og Evrópu þá meinum við það í alvöru.“ Í þingsetningarræðunni var það „í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram“. Í viðtalinu við RÚV er það óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því. Ísland – þar sem leikaraskapur passar í umræðunni innanlands – getur ekki boðið alvörusambandi eins og Evrópusambandinu að kanna hvað fengist kannski út úr samningaviðræðunum.Samningar Þegar gengið er til samninga er verið að kanna hvað fæst út úr samningum. Norðmenn gengu til samninga við EB 1972 og lögðu samninginn fyrir þjóðina sem var felldur vegna þess að kjósendur töldu sig engu bættari. Hið sama gerðist 1993. Norðmenn fóru ekki í viðræður við „alvörusamband“ í einhverjum leikaraskap heldur sem fullvalda þjóð til að kanna hvað fengist út úr samningum. Enginn talaði um að það væri á vissan hátt óábyrgt af Norðmönnum að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið til þess að kanna hvað þeir fengju út úr samningunum, allra síst þjóðhöfðingi Norðmanna sem lét aldrei hafa neitt eftir sér um afstöðu sína, enda þjóðhöfðingi allra Norðmanna, hvort heldur þeir voru með eða á móti aðild. Auk þess vissi hann að hann ræður ekki stefnu Norðmanna í stjórnmálum. Forseti Íslands þarf að gera sér grein fyrir að hann ræður ekki stefnu Íslands í stjórnmálum, heldur kjörnir fulltrúar – stjórnmálamenn – og forsetinn er ekki stjórnmálamaður. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er „forseti lýðveldisins ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ og „ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“. En hann má ekki vera ábyrgðarlaus í tali.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun