Vissi að púttið myndi detta Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2013 08:15 Kylfingarnir tveir úr GR stóðu uppi sem sigurvegarar í holukeppninni á Hamarsvelli í Borganesi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sigurinn með löngu pútti á 17. braut en sigur Guðmundar Ágústs var öruggari. Hér að ofan má sjá sigurvegarana báða eftir mótið í gær. Mynd/ GSÍ Íslandsmótið í holukeppni fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi um helgina en sigurvegarar helgarinnar voru þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Guðmundur lagði Rúnar Arnórsson í úrslitaleiknum. Guðmundur var með þriggja holu forskot eftir 16 holur og þurfti því ekki að spila síðustu holurnar.Ólafía kláraði rimmu sína gegn Tinnu Jóhannsdóttir á 17. holu. Báðir leikirnir voru jafnir og æsispennandi. „Þetta er bara frábær tilfinning og sérstaklega þegar ég kláraði þetta úrslitaeinvígi,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið rétt eftir sigurinn. „Erfiðasta einvígið var í raun fyrsta einvígið gegn Guðrúnu Brá [Björgvinsdóttir] og það var frábært að komast í gegnum það. Ég lék einfaldlega ekki nægilega vel í dag og ég gerði mér mjög erfitt fyrir og þurfti til að mynda að taka þrjú víti á hringnum í dag.“ Töluvert rok var í Borganesi um helgina og það hafði áhrif á spilamennsku kylfinga. „Veðrið hafði áhrif á leik minn og það var stundum erfitt að halda boltanum inni á braut en þetta hafðist sem betur fer hjá mér.“ Holukeppnin er einstakt mót á Íslandi og með allt öðruvísi fyrirkomulagi en önnur mót. Allt snýst þetta um að vinna hverja braut fyrir sig og safna stigum. Ólafía tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hún hafði unnið sér inn tveimur stigum meira en Tinna, en aðeins ein hola eftir. „Þetta er virkilega sjarmerandi mót, og maður getur leyft sér að vera rosalega ákveðinn á vellinum. Maður reynir oft á tíðum að skjóta inn á flöt úr erfiðri aðstöðu, eitthvað sem ég myndi ekki reyna á venjulegu móti.“ Ólafía tryggði sér sigurinn á mótinu með frábæru pútti. „Þetta var um það bil sex metra langt pútt og ég þurfti að reikna með miklum halla. Ég vissi það um leið að kúlan væri á leiðinni ofan í.“ „Ég fann mig svona þokkalega á þessu móti,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, eftir sigurinn í gær. „Spilamennska mín var svona jafngóð í gegnum allt mótið, ekkert það besta sem ég hef sýnt en samt sem áður mikill stöðugleiki.“ Guðmundur fór í gegnum nokkur erfið einvígið í leið sinni að titlinum. „Mest stressandi einvígið var líklega á móti Kristjáni Þór [Einarssyni] en það fór í bráðabana. Úrslitaleikurinn var einnig erfiður en ég lenti undir til að byrja með og þurfti að vinna mig aftur inn í leikinn. Það var töluverður vindur alla helgina og það hafði áhrif á kylfinga. Það er mjög gaman að breyta aðeins til og taka þátt á svona móti, maður getur leyft sér að spila mun ákveðnara en vanalega.“ Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Íslandsmótið í holukeppni fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi um helgina en sigurvegarar helgarinnar voru þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Guðmundur lagði Rúnar Arnórsson í úrslitaleiknum. Guðmundur var með þriggja holu forskot eftir 16 holur og þurfti því ekki að spila síðustu holurnar.Ólafía kláraði rimmu sína gegn Tinnu Jóhannsdóttir á 17. holu. Báðir leikirnir voru jafnir og æsispennandi. „Þetta er bara frábær tilfinning og sérstaklega þegar ég kláraði þetta úrslitaeinvígi,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið rétt eftir sigurinn. „Erfiðasta einvígið var í raun fyrsta einvígið gegn Guðrúnu Brá [Björgvinsdóttir] og það var frábært að komast í gegnum það. Ég lék einfaldlega ekki nægilega vel í dag og ég gerði mér mjög erfitt fyrir og þurfti til að mynda að taka þrjú víti á hringnum í dag.“ Töluvert rok var í Borganesi um helgina og það hafði áhrif á spilamennsku kylfinga. „Veðrið hafði áhrif á leik minn og það var stundum erfitt að halda boltanum inni á braut en þetta hafðist sem betur fer hjá mér.“ Holukeppnin er einstakt mót á Íslandi og með allt öðruvísi fyrirkomulagi en önnur mót. Allt snýst þetta um að vinna hverja braut fyrir sig og safna stigum. Ólafía tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hún hafði unnið sér inn tveimur stigum meira en Tinna, en aðeins ein hola eftir. „Þetta er virkilega sjarmerandi mót, og maður getur leyft sér að vera rosalega ákveðinn á vellinum. Maður reynir oft á tíðum að skjóta inn á flöt úr erfiðri aðstöðu, eitthvað sem ég myndi ekki reyna á venjulegu móti.“ Ólafía tryggði sér sigurinn á mótinu með frábæru pútti. „Þetta var um það bil sex metra langt pútt og ég þurfti að reikna með miklum halla. Ég vissi það um leið að kúlan væri á leiðinni ofan í.“ „Ég fann mig svona þokkalega á þessu móti,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, eftir sigurinn í gær. „Spilamennska mín var svona jafngóð í gegnum allt mótið, ekkert það besta sem ég hef sýnt en samt sem áður mikill stöðugleiki.“ Guðmundur fór í gegnum nokkur erfið einvígið í leið sinni að titlinum. „Mest stressandi einvígið var líklega á móti Kristjáni Þór [Einarssyni] en það fór í bráðabana. Úrslitaleikurinn var einnig erfiður en ég lenti undir til að byrja með og þurfti að vinna mig aftur inn í leikinn. Það var töluverður vindur alla helgina og það hafði áhrif á kylfinga. Það er mjög gaman að breyta aðeins til og taka þátt á svona móti, maður getur leyft sér að spila mun ákveðnara en vanalega.“
Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira