Ævintýraþráin enn til staðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2013 06:30 Feðgar. Jón Arnór verður á Íslandi í sumar en hér er hann með syni sínum, Guðmundi Nóel, sem verður tveggja ára í næsta mánuði.fréttablaðið/anton Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr.Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tímabil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endurskoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endurspeglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru samkeppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann.Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmislegt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn