Norskur karlmaður, búsettur í Vejle í Danmörku, fékk í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir stuðningsyfirlýsingar við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik.
„Við elskum þig Anders Breivik,“ skrifaði maðurinn á Facebook-vegg Breiviks, eftir sprenginguna í Ósló og fjöldamorðin í Útey fyrir tæpum tveimur árum.
Fram kemur í frétt Berlingske að hann sendi Breivik einnig SMS-skilaboð um hádegisbil daginn sem ódæðin voru framin. Það vakti grun um að maðurinn ynni með Breivik. Það þótti hins vegar ekki sannað.
Sagðist elska Anders Breivik
Þorgils Jónsson skrifar
