Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Stígur Helgason skrifar 13. júní 2013 09:00 Sigurður viðurkenndi að hafa átt í sambandi við piltinn en neitaði að hafa notfært sér aðstöðumun og tælt hann með gjöfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira