Illa brenndur eftir viðskipti við Sól 101 Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2013 15:00 Steinar Thorberg skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðsstofu í miðbænum Fréttablaðið/Valli Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Steinar Thorberg sólgleraugnasölumaður skaðbrenndist í sólarbekk á sólbaðstofunni Sól 101, við Aðalstræti í Reykjavík, í gær. Steinar lýsti atburðarrásinni þannig að hann hefði ákveðið að fara í ljós í fyrsta sinn í 22 ár, og gekk inn á umrædda sólbaðsstofu þar sem honum var gert að ganga inn í einn bekkinn. „Mér var sagt að bekknum yrði stjórnað úr afgreiðslunni,“ sagði Steinar sem lá í bekknum í 20 mínútur og kenndi sér ekki meins. „En mér fannst athugavert að ég hefði ekki fengið nein hlífðargleraugu,“ sagði Steinar jafnframt. Þegar Steinar var kominn heim fór hann að finna fyrir óþægindum. „Ég bar á mig græðandi smyrsl og fór í kalda sturtu, en allt kom fyrir ekki og óþægindin ágerðust,“ sagði Steinar. Fyrr en varði var Steinar orðinn nánast blindur fyrir bólgu í augum hans og sársaukinn var orðinn gríðarlegur að eigin sögn. Steinar ákvað þá að leita á spítala vegna verkjanna sem brunanum fylgdu. „Ég er búin að vera að fá morfín í æð. Þetta er búið að vera alveg hrikalega sársaukafullt,“ hélt Steinar áfram. „Ég ætla í mál við þessa sólbaðsstofu. Þetta er ekki í lagi. Ég bjó í Las Vegas í mörg ár og er vanur sólinni. Þetta eru einhver mistök af þeirra hálfu,“ bætti Steinar við. Bruninn sem Steinar hlaut er talinn vera á milli fyrsta og annars stigs bruna. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar þetta atvik og hafði ekki heyrt frá Steinari þegar fréttastofa 365 ræddi við forsvarsmenn hennar. „Við vissum ekki af þessu. Ég man eftir þessum manni. Hann sagði við okkur að hann hefði ekki farið í ljós í langan tíma, en hann var dökkur á að líta og fór í venjulegan bekk í 20 mínútur eins og venjan er. Ég er alveg miður mín yfir þessu,“ sagði Rakel Ás Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Sól 101. Illa brunninn. Fréttablaðið/Valli Með morfín í æð. Steinar þurfti að fá morfín í æð til að lina kvalirnar.Fréttablaðið/Valli
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira