Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Gísli telur að Breiðholtið verði dýrara. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“ Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
„Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“
Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00