Utan vallar: Korter í Kalmar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 06:30 Margrét Lára Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa. Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira