Nýja sýn á norðrið Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. júní 2013 07:00 Hlýnun jarðar breytir lífsskilyrðum jarðarbúa afar hratt. Á norðurslóðum eru breytingarnar hraðari en flesta óraði fyrir. Mönnum er tíðrætt um tækifærin sem fylgja en minna heyrist um vandkvæðin. Umtal um þau er fyrirferðarmikið hjá vísindamönnum en stjórnmálamenn eru uppteknari af öllu því dýrmæta sem á að opnast þegar hækkar hratt í sjó, hafísinn (endurkastsskjöldur hitageislunar) minnkar, jöklar (helstu vatnsforðabúrin) minnka, höfin súrna, sífrerasvæðin losa metan, fjölbreytileiki lífríkis minnkar og fólk hrekst úr heimkynnum sínum. Listinn er enn lengri og hann kallar á endurnýjaða heildarsýn en ekki val á umtalsefni eftir hentugleikum eða rósrauð málverk sölumannsins. Enda þótt aðeins 4 milljónir manna byggi norðrið varða 30 milljónir ferkílómetrar af þurrlendi og hafi alla jarðarbúa. Siglingar, námagröftur, gas- og olíuvinnsla, ferðaþjónusta og önnur nýting náttúruauðlinda á sjötta hluta jarðar eru ekki einkamál fárra þjóða. Átta norðurslóðaríki mynda samráðsvettvang, norðurskautsráðið, með Grænlendingum og Færeyingum, frumbyggjasamtökum og áheyrnarfulltrúum margra landa. Samvinnan hefur gengið vel. Á vegum ráðsins hafa orðið til bindandi samningar, til dæmis um öryggismál og býsna heilleg mynd af áhrifum umhverfisbreytinga. En fullur þungi í ásókn í auðlindir norðursins og hafsvæði til siglinga er ókominn fram. Strandríkin fimm, Rússland, Noregur, Danmörk, Kanada og Bandaríkin, hafa gert með sér samkomulag (Ilullissat-yfirlýsingin) um viss yfirráð yfir Pólhafinu, jafnt innan eigin 200 mílna efnahagslögsögu sem utan hennar, í samræmi við alþjóðahafréttarlög. Ríkin telja enga þörf á alþjóðasamkomulagi um yfirráðin, unnt sé að ná samkomulagi ríkjanna átta um það sem á vantar.Margþættir hagsmunirÞegar þess er gætt að hagsmunir sem snúa að Pólhafinu eru margþættir vaknar efi um fyrirkomulag stjórnunar og yfirráða. Um er að ræða hagsmuni heimsbyggðarinnar, strandríkjanna fimm, hagsmuni hinna ríkjanna þriggja í norðurskautsráðinu, hagsmuni Evrópu- og Asíuríkja (áheyrnarfulltrúa), stórfyrirtækja og 30 fylkinga frumbyggja sem vilja halda í sjálfbæra lifnaðarhætti. Hvernig er unnt að flétta hagsmuni og stjórnun á öllu svæðinu saman með þeim hætti að friður og samvinna haldist hér eftir sem hingað til og raunveruleg lögráð nái til alls hafsvæðisins? Eiga frumbyggjar að vinna að eigin hagsmunum innan ramma síns lýðræðisríkis, jafn fáir og þeir eru, eða á að veita þeim meiri völd til ákvarðana? Á námagröftur eða gasvinnsla að lúta vilja og reglum fimm strandríkja, langt út fyrir 200 mílna lögsögu, eða verður að ná samkomulagi um það svæði? Ég tel að Ilullissat-yfirlýsinguna skuli virða en komast að alþjóðasamkomulagi um stjórnunarreglur og markmið allrar virkni utan 200 mílna lögsögu ríkjanna fimm, líkt og varð að samkomulagi um Suðurskautslandið 1961. Stjórnun er svo falin í hendur strandríkjanna eftir reglum alþjóðlegs Arktís-samkomulags. Norðurskautsráðið sér áfram um samvinnu norðurslóðaríkjanna og margra annarra ríkja. Þótt norðrið sé ekki heimkynni allra þjóða eru örlög veraldar ráðin þar, umfram flest önnur svæði heimsins. Við verðum að finna heildrænan lagaramma fyrir Pólhafið.Mengun úr böndumUmhverfismál eru nátengd stjórnuninni. Mengun lofts og sjávar er komin úr böndum og hlýnunin þar með. Yfirlýsingar um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í norðri ná ekki til vinnslu málma, kola, olíu og gass. Hún er ekki sjálfbær. Öðru máli gegnir um fiskveiðar, ýmsan iðnað, landbúnað eða ferðaþjónustu. Skipuleggjum sjálfbærar nytjar í þeim greinum en endurskoðum ósjálfbæru nytjarnar. Í þær verður mest sótt og sú fáránlega mótsögn efld að vinna á og nota jarðefnaeldsneyti en samtímis minnka útblástur gróðurhúsagasa og sótmengun, og fylgja leiðum sjálfbærni. Þegar koltvíildismagn lofthjúpsins er komið í 400 ppm er enn verið að auka brennsluna og fjölga mengandi orkulindum, stuðla að enn hraðari bráðnun íss og kalla yfir heimsbyggðina enn meiri veðuröfga. róuninni verður að snúa við. Olíu- og gasvinnsla í norðrinu er ekki neyðarúrræði heimsbyggðar í kreppu. Hún er mótsögn, drifin áfram af lögmálum aukins vaxtar. Hana verður að leysa með samvinnu og það mjög fljótt. Okkur vantar sárlega alþjóðasamkomulag um að vinna ekki kolefniseldsneyti á ósnertum land- og hafsvæðum norðursins, þ.m.t. Jan Mayen-svæðinu, minnka vinnsluna sem fyrir er, t.d. í Barentshafi og á tjörusöndum Kanada, og hætta henni innan nokkurra ára. Ef það er ekki gert og meðalhiti jarðar hækkar um 2-4 stig eru ávinningar af frekari olíu- og gasvinnslu hjóm eitt miðað við vandkvæðin og fjárútlátin sem fylgja flóðavá, vatnsskorti og þjóðflutningum. Önnur námavinnsla verður að fara fram á grunni aðhalds og endurnýtingar. Þau rök að lítil olíuvinnsla í Pólhafinu kalli fram skort á olíu og gasi sem aftur framkallar sókn í illa mengandi kol ganga ekki upp. Skortur er afstætt hugtak. Auk þess er sennilegt að 15% óunninna olíulinda og 30% gaslinda séu í norðrinu. Samkvæmt Umhverfisstofnun SÞ og Alþjóðabankanum má aðeins vinna lítinn hluta óunnins kolefniseldsneytis ef komast á hjá hamfarahlýnun. Olíu og gas má nema annars staðar en í norðrinu og koma í veg fyrir umræddan skort en vinna tíma til að þróa vistvæna orkugjafa hraðar en nokkru sinni, m.a. jarðhita. Það er einn lyklanna að sjálfbærri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlýnun jarðar breytir lífsskilyrðum jarðarbúa afar hratt. Á norðurslóðum eru breytingarnar hraðari en flesta óraði fyrir. Mönnum er tíðrætt um tækifærin sem fylgja en minna heyrist um vandkvæðin. Umtal um þau er fyrirferðarmikið hjá vísindamönnum en stjórnmálamenn eru uppteknari af öllu því dýrmæta sem á að opnast þegar hækkar hratt í sjó, hafísinn (endurkastsskjöldur hitageislunar) minnkar, jöklar (helstu vatnsforðabúrin) minnka, höfin súrna, sífrerasvæðin losa metan, fjölbreytileiki lífríkis minnkar og fólk hrekst úr heimkynnum sínum. Listinn er enn lengri og hann kallar á endurnýjaða heildarsýn en ekki val á umtalsefni eftir hentugleikum eða rósrauð málverk sölumannsins. Enda þótt aðeins 4 milljónir manna byggi norðrið varða 30 milljónir ferkílómetrar af þurrlendi og hafi alla jarðarbúa. Siglingar, námagröftur, gas- og olíuvinnsla, ferðaþjónusta og önnur nýting náttúruauðlinda á sjötta hluta jarðar eru ekki einkamál fárra þjóða. Átta norðurslóðaríki mynda samráðsvettvang, norðurskautsráðið, með Grænlendingum og Færeyingum, frumbyggjasamtökum og áheyrnarfulltrúum margra landa. Samvinnan hefur gengið vel. Á vegum ráðsins hafa orðið til bindandi samningar, til dæmis um öryggismál og býsna heilleg mynd af áhrifum umhverfisbreytinga. En fullur þungi í ásókn í auðlindir norðursins og hafsvæði til siglinga er ókominn fram. Strandríkin fimm, Rússland, Noregur, Danmörk, Kanada og Bandaríkin, hafa gert með sér samkomulag (Ilullissat-yfirlýsingin) um viss yfirráð yfir Pólhafinu, jafnt innan eigin 200 mílna efnahagslögsögu sem utan hennar, í samræmi við alþjóðahafréttarlög. Ríkin telja enga þörf á alþjóðasamkomulagi um yfirráðin, unnt sé að ná samkomulagi ríkjanna átta um það sem á vantar.Margþættir hagsmunirÞegar þess er gætt að hagsmunir sem snúa að Pólhafinu eru margþættir vaknar efi um fyrirkomulag stjórnunar og yfirráða. Um er að ræða hagsmuni heimsbyggðarinnar, strandríkjanna fimm, hagsmuni hinna ríkjanna þriggja í norðurskautsráðinu, hagsmuni Evrópu- og Asíuríkja (áheyrnarfulltrúa), stórfyrirtækja og 30 fylkinga frumbyggja sem vilja halda í sjálfbæra lifnaðarhætti. Hvernig er unnt að flétta hagsmuni og stjórnun á öllu svæðinu saman með þeim hætti að friður og samvinna haldist hér eftir sem hingað til og raunveruleg lögráð nái til alls hafsvæðisins? Eiga frumbyggjar að vinna að eigin hagsmunum innan ramma síns lýðræðisríkis, jafn fáir og þeir eru, eða á að veita þeim meiri völd til ákvarðana? Á námagröftur eða gasvinnsla að lúta vilja og reglum fimm strandríkja, langt út fyrir 200 mílna lögsögu, eða verður að ná samkomulagi um það svæði? Ég tel að Ilullissat-yfirlýsinguna skuli virða en komast að alþjóðasamkomulagi um stjórnunarreglur og markmið allrar virkni utan 200 mílna lögsögu ríkjanna fimm, líkt og varð að samkomulagi um Suðurskautslandið 1961. Stjórnun er svo falin í hendur strandríkjanna eftir reglum alþjóðlegs Arktís-samkomulags. Norðurskautsráðið sér áfram um samvinnu norðurslóðaríkjanna og margra annarra ríkja. Þótt norðrið sé ekki heimkynni allra þjóða eru örlög veraldar ráðin þar, umfram flest önnur svæði heimsins. Við verðum að finna heildrænan lagaramma fyrir Pólhafið.Mengun úr böndumUmhverfismál eru nátengd stjórnuninni. Mengun lofts og sjávar er komin úr böndum og hlýnunin þar með. Yfirlýsingar um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í norðri ná ekki til vinnslu málma, kola, olíu og gass. Hún er ekki sjálfbær. Öðru máli gegnir um fiskveiðar, ýmsan iðnað, landbúnað eða ferðaþjónustu. Skipuleggjum sjálfbærar nytjar í þeim greinum en endurskoðum ósjálfbæru nytjarnar. Í þær verður mest sótt og sú fáránlega mótsögn efld að vinna á og nota jarðefnaeldsneyti en samtímis minnka útblástur gróðurhúsagasa og sótmengun, og fylgja leiðum sjálfbærni. Þegar koltvíildismagn lofthjúpsins er komið í 400 ppm er enn verið að auka brennsluna og fjölga mengandi orkulindum, stuðla að enn hraðari bráðnun íss og kalla yfir heimsbyggðina enn meiri veðuröfga. róuninni verður að snúa við. Olíu- og gasvinnsla í norðrinu er ekki neyðarúrræði heimsbyggðar í kreppu. Hún er mótsögn, drifin áfram af lögmálum aukins vaxtar. Hana verður að leysa með samvinnu og það mjög fljótt. Okkur vantar sárlega alþjóðasamkomulag um að vinna ekki kolefniseldsneyti á ósnertum land- og hafsvæðum norðursins, þ.m.t. Jan Mayen-svæðinu, minnka vinnsluna sem fyrir er, t.d. í Barentshafi og á tjörusöndum Kanada, og hætta henni innan nokkurra ára. Ef það er ekki gert og meðalhiti jarðar hækkar um 2-4 stig eru ávinningar af frekari olíu- og gasvinnslu hjóm eitt miðað við vandkvæðin og fjárútlátin sem fylgja flóðavá, vatnsskorti og þjóðflutningum. Önnur námavinnsla verður að fara fram á grunni aðhalds og endurnýtingar. Þau rök að lítil olíuvinnsla í Pólhafinu kalli fram skort á olíu og gasi sem aftur framkallar sókn í illa mengandi kol ganga ekki upp. Skortur er afstætt hugtak. Auk þess er sennilegt að 15% óunninna olíulinda og 30% gaslinda séu í norðrinu. Samkvæmt Umhverfisstofnun SÞ og Alþjóðabankanum má aðeins vinna lítinn hluta óunnins kolefniseldsneytis ef komast á hjá hamfarahlýnun. Olíu og gas má nema annars staðar en í norðrinu og koma í veg fyrir umræddan skort en vinna tíma til að þróa vistvæna orkugjafa hraðar en nokkru sinni, m.a. jarðhita. Það er einn lyklanna að sjálfbærri framtíð.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar