Maltneska fyrirmyndin og Evrópa Andrés Pétursson skrifar 23. maí 2013 06:00 Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar