Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2013 13:15 Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum.
Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00