Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2013 13:45 Þórey Rósa og Rut fögnuðu titlinum vel og innilega. mynd/úr einkasafni Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira