Bakhjarl íslenskrar matvælaframleiðslu 8. maí 2013 12:00 Hjá horeca-deild Ísam starfar fagfólk með fjölbreyttan bakgrunn. Haraldur Pétursson er þriðji frá vinstri.mynd/pjetur Íslensk ameríska (Ísam) var stofnað árið 1964 og fagnar því fimmtíu ára afmæli á næsta ári. Fyrirtækið hefur um átta ára skeið rekið svokallaða horeca-deild en nafn hennar er dregið af ensku orðunum hotel, restaurant og catering. Deildin sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í að útvega aðföng í stóreldhús, veitingahús, kjötvinnslur og kjötbúðir, bakarí, fiskvinnslur og fiskbúðir, auk osta- og ísgerða. Haraldur Pétursson, rekstrarstjóri deildarinnar, segir viðskiptavinahópinn stóran og fjölbreyttan enda bjóði fyrirtækið upp á mikið úrval fjölbreyttra vara. „Deildin okkar býður upp á gríðarlega mikið úrval af ýmsu hráefni til matvælaframleiðslu og umbúðir. Við bjóðum upp á mikið úrval af bökunarvörum, marineringum, kryddi, kjötkrafti og sósum. Einnig höfum við mikið úrval af bökkum af ýmsum stærðum og gerðum, kaffi, frosnu grænmeti og ávöxtum og niðursoðinni vöru, meðal annars frá ORA, en þar erum við líklegast sterkastir.“ Fyrir stuttu hóf Ísam sölu á frábæru sjávarsalti frá breska fyrirtækinu Cornish. „Þetta er mikil gæðavara. Gordon Ramsey og margir þessara þekktu sjónvarpskokka í Bretlandi nota það nú þegar. Sjávarsaltið er unnið á vistvænan hátt í vinnslustöðvum sem standa við hreinar strendur. Vegna hreinleika þess gefur það aukið bragð og fyllingu við matreiðslu miðað við hefðbundið salt. Auk þess þarf ekki að nota eins mikið magn og þegar hefðbundið salt er notað. Þar sem vinnsluaðferð saltsins tryggir hreint og náttúrulegt salt án aukaefna varðveitast yfir sextíu nauðsynleg stein- og snefilefni í saltinu.“Mikil reynsla Sjö starfsmenn starfa við deildina og eru þeir hoknir af reynslu að sögn Haraldar. „Við kappkostum að vera með lipra og góða þjónustu. Ef pöntun berst fyrir hádegi afgreiðum við hana eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu. Við búum yfir stórum bílaflota sem hefur toppmenn við stýrið. Hér vinna auk þess margir fagmenn með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum okkar má meðal annars finna bakara, þjón, kjötiðnaðarmenn, matreiðslumenn og fleira gott fólk. Svo fjölbreyttur og góður bakgrunnur á stóran þátt í hversu góða þjónustu við getum veitt ólíkum fyrirtækjum landsins.“ Vegna fjölbreyttrar reynslu starfsmanna og breiðrar vörulínu er Ísam í stakk búið til að veita viðskiptavinum ýmsa tæknilega aðstoð varðandi vöruþróun. „Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða nýja rétti í mötuneytið eða fjöldaframleiðslu á matvöru. Ef viðskiptavinir okkar vilja til dæmis hefja framleiðslu á kjötbollum getum við komið á staðinn og þróað með þeim uppskriftir. Sama á við um brauð, kökur og ýmsa drykki. Þannig getum við enn frekar þjónustað viðskiptavini okkar og komið með nýjar hugmyndir fyrir þá. Þannig hjálpum við þeim að vaxa og breikka vöruúrval sitt.“ Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Íslensk ameríska (Ísam) var stofnað árið 1964 og fagnar því fimmtíu ára afmæli á næsta ári. Fyrirtækið hefur um átta ára skeið rekið svokallaða horeca-deild en nafn hennar er dregið af ensku orðunum hotel, restaurant og catering. Deildin sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í að útvega aðföng í stóreldhús, veitingahús, kjötvinnslur og kjötbúðir, bakarí, fiskvinnslur og fiskbúðir, auk osta- og ísgerða. Haraldur Pétursson, rekstrarstjóri deildarinnar, segir viðskiptavinahópinn stóran og fjölbreyttan enda bjóði fyrirtækið upp á mikið úrval fjölbreyttra vara. „Deildin okkar býður upp á gríðarlega mikið úrval af ýmsu hráefni til matvælaframleiðslu og umbúðir. Við bjóðum upp á mikið úrval af bökunarvörum, marineringum, kryddi, kjötkrafti og sósum. Einnig höfum við mikið úrval af bökkum af ýmsum stærðum og gerðum, kaffi, frosnu grænmeti og ávöxtum og niðursoðinni vöru, meðal annars frá ORA, en þar erum við líklegast sterkastir.“ Fyrir stuttu hóf Ísam sölu á frábæru sjávarsalti frá breska fyrirtækinu Cornish. „Þetta er mikil gæðavara. Gordon Ramsey og margir þessara þekktu sjónvarpskokka í Bretlandi nota það nú þegar. Sjávarsaltið er unnið á vistvænan hátt í vinnslustöðvum sem standa við hreinar strendur. Vegna hreinleika þess gefur það aukið bragð og fyllingu við matreiðslu miðað við hefðbundið salt. Auk þess þarf ekki að nota eins mikið magn og þegar hefðbundið salt er notað. Þar sem vinnsluaðferð saltsins tryggir hreint og náttúrulegt salt án aukaefna varðveitast yfir sextíu nauðsynleg stein- og snefilefni í saltinu.“Mikil reynsla Sjö starfsmenn starfa við deildina og eru þeir hoknir af reynslu að sögn Haraldar. „Við kappkostum að vera með lipra og góða þjónustu. Ef pöntun berst fyrir hádegi afgreiðum við hana eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu. Við búum yfir stórum bílaflota sem hefur toppmenn við stýrið. Hér vinna auk þess margir fagmenn með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum okkar má meðal annars finna bakara, þjón, kjötiðnaðarmenn, matreiðslumenn og fleira gott fólk. Svo fjölbreyttur og góður bakgrunnur á stóran þátt í hversu góða þjónustu við getum veitt ólíkum fyrirtækjum landsins.“ Vegna fjölbreyttrar reynslu starfsmanna og breiðrar vörulínu er Ísam í stakk búið til að veita viðskiptavinum ýmsa tæknilega aðstoð varðandi vöruþróun. „Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða nýja rétti í mötuneytið eða fjöldaframleiðslu á matvöru. Ef viðskiptavinir okkar vilja til dæmis hefja framleiðslu á kjötbollum getum við komið á staðinn og þróað með þeim uppskriftir. Sama á við um brauð, kökur og ýmsa drykki. Þannig getum við enn frekar þjónustað viðskiptavini okkar og komið með nýjar hugmyndir fyrir þá. Þannig hjálpum við þeim að vaxa og breikka vöruúrval sitt.“
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira