Olía við Ísland Sævar Þór Jónsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun