Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 09:00 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira