Barist um íslensku strákana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:30 Fimm ár Í Þorlákshöfn Benedikt tók við Þórsurum árið 2010 og fór með liðið alla leið í úrslit í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
„Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin. Þórsarar höfnuðu í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur en meiðsli lykilmanna skömmu fyrir úrslitakeppnina settu strik í reikninginn. „Árangurinn í vetur var betri en í fyrra þar til við lentum í meiðslunum. Við erum bara lítið lið sem reynir að vinna úr sínu. Við erum ekkert með landsliðskarla á lager til að taka við ef einhver meiðist,“ segir Benedikt og minnir á að lítið megi út af bregða hjá liðunum í körfunni. Það hafi sést í úrslitakeppninni þegar meiðsli útlendinga komu niður á árangri Keflvíkinga, Snæfellinga og Stjörnumanna. Benedikt þjálfaði KR-inga á árum áður en hann hefur bæði gert karla- og kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum. Veturinn var KR-ingum erfiðari en reiknað var með og bendir flest til þess að Vesturbæjarliðið sé í þjálfaraleit hjá karlaliðinu. Aðspurður hvort KR-ingar hafi hringt í hann segir Benedikt: „Án þess að ég fari nákvæmt út í það þá fékk ég þrjár fyrirspurnir og gaf þær allar frá mér.“ Slegist á kjötmarkaðnumDarri Hilmarsson varð fyrir meiðslum á versta tíma á tímabilinu.Mynd/VilhelmNæstu tvö árin verða karlaliðin í efstu deild að hafa fjóra íslenska leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Þótt lið geti sankað að sér erlendum leikmönnum getur aðeins einn þeirra verið inni á vellinum í einu. Landslagið er gjörbreytt. „Nýja reglan býður upp á að slegist verði um íslenska leikmenn. Allir eru að ræða við alla,“ segir Benedikt. Hans leikmenn eru þar ekki undanskildir. „Allir leikmenn okkar, sem eru á annað borð komnir upp úr grunnskóla, hafa fengið símtal einhvers staðar frá,“ segir Benedikt. Heyrst hefur að hann beri víurnar í Tómas Tómasson, stigahæsta leikmann Fjölnis, sem féll úr deildinni í vetur. „Það skýrist vonandi á allra næstu dögum en við erum ekkert þeir einu í sambandi við hann,“ segir Benedikt. Greinilegt er að körfuboltaþjálfarar landsins eru mikið í símanum þessa dagana. „Lið gætu lent undir á þessum kjötmarkaði og farið illa. Þetta er barátta og við þurfum að taka þátt í henni ef við ætlum að vera með samkeppnishæft lið.“ Kostir og gallar við reglunaGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs.Mynd/DaníelReglur um fjölda útlendinga hafa breyst reglulega undanfarin ár. Í vetur voru takmörk sett við tvo erlenda leikmenn. Þar áður mátti aðeins vera með einn Bandaríkjamann en fleiri evrópska leikmenn. Benedikt segist sjá kosti og galla við nýju regluna. „Það verður gaman að prófa þetta en reglan er ekki að hjálpa liðunum úti á landi og lítil hamingja með regluna þar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að það sé sama til hvaða íþróttagreinar sé litið. Á landsbyggðinni spili erlendir leikmenn alltaf stór hlutverk. „Svona verður þetta næstu árin og menn verða bara að finna leiðir.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira