Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Birgir H. Stefánsson skrifar 2. maí 2013 08:00 Þór/KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra. Mynd/Auðunn Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46