Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt. Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina. Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.Pólitík til framtíðar Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti. Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar. Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi. Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu. Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar