Írinn borgar þrjár íbúðir en Íslendingurinn tvær Haraldur Ólafsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga. Viðskiptablaðið hefur eftir ummæli Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi 13. mars sl. um að Íslendingar greiði sem nemur aukaíbúð umfram aðra í formi hárra vaxta. Í Fréttablaðinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram að Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúðir en aðrir. Ekki ósvipað stef kveður Mörður Árnason í Fréttablaðinu 18. apríl og margir aðrir hafa haft svipuð orð, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuð og prísuð. Raunvextir mæla verð á lánsfé, en það eru vextir að frádreginni verðbólgu. 7% vextir í 5% verðbólgu samsvara nærri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverð á peningum tilefni til sárra kvartana, þótt einhverjum gæti þótt 7% hátt hlutfall við fyrstu sýn. Miðað við verðbólgu 2012 og lán með föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnæðisláns á Íslandi 2,3%. Í því evrulandi sem næst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnæðislána í Írlandsbanka reiknaðir með sama hætti 3,6%. Að gefnum þessum forsendum óbreyttum og eins að tekið sé kúlulán fyrir öllu kaupverðinu má segja til samræmis við það orðfæri sem nú er vinsælt að eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tæpar tvær íbúðir en Írinn tæpar þrjár íbúðir. Ekkert segir þó að þessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna staði í Evrópu þar sem kjörin eru ýmist lakari eða betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka. Íslendingar sem tekið hafa óverðtryggð lán hafa undanfarin ár borgað ívið minna fyrir húsnæðislán en ýmsir aðrir íbúar Evrópu, en það hefur ekki alltaf verið þannig. Raunvextir á Íslandi hafa oft verið1-2 prósentustigum hærri en í nágrannalöndunum. Það ætti ekki að koma á óvart. Vextir ráðast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnaðar, en hvorugt vinnur með lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvæði og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir því hver lánar. Það þekkja þeir sem flutt hafa viðskipti sín milli banka eða sjóða á Íslandi. Einhvern tímann gæti sú staða komið upp að verð á lánsfé verði hátt á Íslandi, svo hátt að menn vilji grípa í taumana. Þá eru hæg heimatökin, því til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má með einu pennastriki. Nú þegar er það kerfi reyndar keyrt á fullu þrátt fyrir að raunvextir séu lágir. Nú er það svo að fyrrnefndir frambjóðendur sem tóku til máls um verð á lánsfé eru sómamenn, enda hafa þeir allir gefið kost á sér til að sinna fremur vanþakklátum þjónustustörfum fyrir þjóðina. Skiljanlega hafa þeir ekki haft tækifæri til að fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umræðunni eins og draugar að nóttu. Þeim gefst vonandi góður tími til þess eftir kosningar. Aðrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið ættu svo að leita að öðrum og betri rökum en að með aðild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gæti reynst erfið og þá er hægast að hætta henni og snúa sér að þarfari málum. Það yrði auðvitað best fyrir alla.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar