Hungrið er fáránlega mikið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Teitur þarf að huga að því að lærisveinar hans verði með spennustigið rétt stillt í leiknum í kvöld.fréttablaðið/valli „Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
„Þetta er frídagur þannig að við munum taka létta æfingu um morguninn. Skjótum aðeins á körfuna og förum svo saman í bröns og hlæjum saman. Leikmenn fara svo heim til sín, fá sér lúr eða hvað þeir vilja gera fram að leik,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirbúning sinna manna fyrir leikinn stóra gegn Grindavík í kvöld. Staðan fyrir kvöldið er einföld. Stjarnan leiðir einvígið 2-1 og verður meistari með sigri. Tapi liðið aftur á móti leiknum verður spilaður oddaleikur í Grindavík. „Þetta er rosalegt tækifæri. Við höfum oft talað um þetta markmið í úrslitakeppninni. Menn mega ekki missa sjónar á þessu markmiði. Sama hvort við vinnum eða töpum. Menn hafa reynt að halda fókus á markmiðið og það er bannað að missa sjónar á því. Einbeitingin hefur sem betur fer verið góð í liðinu,“ sagði Teitur. „Við gáfum það út fyrir tímabilið að markmiðið væri að verða Íslandsmeistari. Við höfum viljað bæta okkur frá hverju ári og búa til sigurhefð. Það taka allir Stjörnuna alvarlega í dag.“ Teitur er reynslumikill kappi og var mjög sigursæll leikmaður. Reynsla hans mun líklega vega þungt í því að undirbúa liðið sitt rétt fyrir leikinn.Enginn orðið Íslandsmeistari áður „Það er oft best að gera ekki of mikið úr hlutunum þó svo að þetta sé stærsta tækifæri Stjörnunnar frá upphafi til þess að verða meistari. Ég held að það hafi enginn í okkar liði orðið Íslandsmeistari áður. Hungrið er því fáránlega mikið í liðinu. Það hjálpar til að liðið hefur verið lengi saman og það er mikil reynsla í liðinu. Við erum í eldri kantinum og strákarnir eru þroskaðir og það hefur sýnt sig í síðustu leikjum. Við höfum ekki gefið mörg færi á okkur,“ sagði Teitur. Hann hefur enga trú á öðru en að hans menn verði klárir í bátana og að stressið taki ekki yfir. „Það getur verið stress rétt í upphafi en menn spila það úr sér. Mönnum líður kannski illa þegar þeir eru að bíða. Svo þegar menn koma í upphitun á sínum heimavelli sjá þeir að það er ekkert að óttast. Ég held að stemningin verði ekkert yfirþyrmandi. Vonandi koma fleiri en áður. Vonandi fáum við fólkið sem hefur verið að íhuga að koma. Þetta er staðurinn og stundin til þess að koma á leik. Vonandi verður kofinn troðfullur. Við höfum staðið okkur vel í leikjum þar sem mikið er í húfi og allt í beinni. Mínir menn virðast þrífast á þannig umhverfi sem er frábært.“Erfitt að klára titilinn á heimavelliSíðustu fimm lið sem gátu tryggt sér titilinn á heimavelliGrindavík 2012 - 91-98 tap á móti Þór Þorl.Keflavík 2010 - 69-105 tap á móti SnæfelliSnæfell 2010 - 73-82 tap á móti KeflavíkKR 2009 - 84-83 sigur á GrindavíkGrindavík 2009 - 83-94 tap á móti KR
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira