Að læka skatta Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Um daginn áttum við vinur minn spjall sem hefur setið í mér. Ég talaði um nauðsyn þess að lækka skatta til að auka hagvöxt og svo ætlaði ég eflaust að segja eitthvað annað mikilvægt þar að lútandi þegar hann grípur fram í fyrir mér. Hann spyr mig hvernig eigi að greiða fyrir þessar skattalækkanir þar sem hver einasta króna ríkisins sé þegar nýtt. Um leið og hann spurði áttaði ég mig á að yfirleitt þegar ég viðra þá skoðun mína að það þurfi að lækka skatta fæ ég þessa sömu spurningu frá mér skoðanaóskyldum. Fyrir utan að forsenda spurningarinnar er röng, þar sem það er einungis fólkið í landinu en ekki ríkið sem skapar verðmæti og því verða að vera hvatar til að skapa þau, var annað sem sat í mér. Þessi góði vinur minn verður nefnilega sífellt fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina sem hann var svo spenntur fyrir í byrjun kjörtímabils. Samt vottaði ekki fyrir efa í hans huga um sannleiksgildi þess sem sú sama stjórn heldur fram, að hver einasta króna í ríkiskassanum sé nauðsynlega nýtt á skynsamlegan hátt. Hvernig fer það saman? Hvernig fer saman að vantreysta almennt skoðunum stjórnmálaflokks en taka um leið hugmynd hans um fjáröflun ríkisins út fyrir sviga eins og eitthvert lögmál sem sé stefnunni að öðru leyti óviðkomandi? Kannski er skýringa að leita í þeirri um margt krúttlegu traustsyfirlýsingu til kerfisins að þar séu allir að gera eins vel og hægt er þegar sameiginlegum fjármunum er dreift. Kannski á traustið sér skýringar í að við höfum almennt ekki forsendur til að skynja hvernig fé okkar er varið. Maður skrunar víst ekki fjárlögin eins og dagblöðin á morgnana. Það er því kannski erfitt að vefengja réttmæti þess að það þurfi nauðsynlega að hækka skatta. Þess vegna er því kannski merkilega lítið mótmælt þegar valdhafar segja fyrirtækjum og heimilum að aðlaga bara sín excel-skjöl svo að excel-skjölin á skrifstofum ríkisins geti litið betur út. En þó að ástæðurnar séu kannski skiljanlegar er vert að reyna að snúa þessu við. Látum aðhaldið og aðlögunina eiga sér stað hjá ríkinu og gefum fyrirtækjunum og fólkinu aukið svigrúm til að gera vel. Eða sem sagt: Hættum að læka skatta og færum traustið til fólksins með því að læka hugvit og hugmyndir og metnað og dugnað. Með því að lækka skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun
Um daginn áttum við vinur minn spjall sem hefur setið í mér. Ég talaði um nauðsyn þess að lækka skatta til að auka hagvöxt og svo ætlaði ég eflaust að segja eitthvað annað mikilvægt þar að lútandi þegar hann grípur fram í fyrir mér. Hann spyr mig hvernig eigi að greiða fyrir þessar skattalækkanir þar sem hver einasta króna ríkisins sé þegar nýtt. Um leið og hann spurði áttaði ég mig á að yfirleitt þegar ég viðra þá skoðun mína að það þurfi að lækka skatta fæ ég þessa sömu spurningu frá mér skoðanaóskyldum. Fyrir utan að forsenda spurningarinnar er röng, þar sem það er einungis fólkið í landinu en ekki ríkið sem skapar verðmæti og því verða að vera hvatar til að skapa þau, var annað sem sat í mér. Þessi góði vinur minn verður nefnilega sífellt fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina sem hann var svo spenntur fyrir í byrjun kjörtímabils. Samt vottaði ekki fyrir efa í hans huga um sannleiksgildi þess sem sú sama stjórn heldur fram, að hver einasta króna í ríkiskassanum sé nauðsynlega nýtt á skynsamlegan hátt. Hvernig fer það saman? Hvernig fer saman að vantreysta almennt skoðunum stjórnmálaflokks en taka um leið hugmynd hans um fjáröflun ríkisins út fyrir sviga eins og eitthvert lögmál sem sé stefnunni að öðru leyti óviðkomandi? Kannski er skýringa að leita í þeirri um margt krúttlegu traustsyfirlýsingu til kerfisins að þar séu allir að gera eins vel og hægt er þegar sameiginlegum fjármunum er dreift. Kannski á traustið sér skýringar í að við höfum almennt ekki forsendur til að skynja hvernig fé okkar er varið. Maður skrunar víst ekki fjárlögin eins og dagblöðin á morgnana. Það er því kannski erfitt að vefengja réttmæti þess að það þurfi nauðsynlega að hækka skatta. Þess vegna er því kannski merkilega lítið mótmælt þegar valdhafar segja fyrirtækjum og heimilum að aðlaga bara sín excel-skjöl svo að excel-skjölin á skrifstofum ríkisins geti litið betur út. En þó að ástæðurnar séu kannski skiljanlegar er vert að reyna að snúa þessu við. Látum aðhaldið og aðlögunina eiga sér stað hjá ríkinu og gefum fyrirtækjunum og fólkinu aukið svigrúm til að gera vel. Eða sem sagt: Hættum að læka skatta og færum traustið til fólksins með því að læka hugvit og hugmyndir og metnað og dugnað. Með því að lækka skatta.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun