Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið.
Úrslitarimma Keflavíkur og KR hefst suður með sjó í dag en Pálína er nú að fara í sín fimmtu lokaúrslit á ferlinum. Hún varð Íslandsmeistari í öll hin fjögur skiptin, eins og sjá má hér fyrir neðan. Það sem meira er, hún hefur aðeins tapað einum leik í lokaúrslitum á ferlinum.
Eini munurinn nú er að Pálína er að fara í lokaúrslit í fyrsta sinn sem fyrirliði síns liðs.
Lokaúrslit Pálínu
Haukar (2006) 3-0 gegn Keflavík
11,6 stig/2,3 stoðs./28,7 mínútur
Haukar (2007) 3-1 gegn Keflavík
7,0 stig/6,3 stoðs./29,0 mínútur
Keflavík (2008) 3-0 gegn KR
12,3 stig/1,7 stoðs./28,7 mínútur
Keflavík (2011) 3-0 gegn Njarðvík
10,0 stig/2,3 stoðs./37,3 mínútur
Samtals: 13 leikir – 12 sigrar
Pálína hefur aldrei tapað

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn


Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
