Menntamálin í forgang Skúli Helgason skrifar 11. apríl 2013 07:00 Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál og menntamál, verðskulda mun meiri umræðu en verið hefur í kosningabaráttunni. Við jafnaðarmenn viljum að menntamálin fái aukinn forgang í íslenskum stjórnmálum enda er öflugt menntakerfi forsenda velferðar heimilanna og fjölbreytts atvinnulífs.Á forsendum nemenda Margt er prýðisvel gert í íslensku skólakerfi og þúsundir kennara vinna mikilvægt starf á hverjum degi um land allt. Við þurfum hins vegar að mæta af krafti ákveðnum áskorunum, ekki síst þeirri að brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er með því mesta sem þekkist í Evrópu – þriðjungur nemenda hættir án þess að ljúka námi og það er óviðunandi sóun á mannauði og fjármunum. Verk- og tækninám fer halloka fyrir bóknámi í skólakerfinu og fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla eru of lágar borið saman við Norðurlöndin og meirihluta ríkja innan OECD. Samfylkingin vill bregðast við þessu með því að takast á við brotthvarf með forvörnum og skimun strax í grunnskólum, bjóða persónubundna námskrá fyrir þá sem eru í „áhættuhópum“, auka fjölbreytni í kennslu og áherslu á verklegt nám og verkefnabundið nám. Mikilvægt er að öllum nemendum standi til boða námsráðgjöf og síðar starfsráðgjöf. Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla og háskóla samhliða aðgerðum sem auka samvinnu, verkaskiptingu og sameiningu háskóla, ef og þegar hún skilar bættu skólastarfi og skynsamlegri nýtingu fjármuna.Áhersla á verk-, tækni- og listnám Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir aukið verk- og tækninám, en minna orðið úr raunverulegum breytingum á forgangsröðun og viðhorfum í samfélaginu og skólakerfinu. Samfylkingin hefur mótað aðgerðaáætlun um eflingu verk-, tækni- og listnáms, sem m.a. felur í sér hvatningarátak með kynningu á fjölbreyttum valkostum í slíku námi, markvissa vinnu gegn fordómum í garð þessara greina, aukið vægi þeirra á öllum skólastigum, svo sem með verklegu námi í smiðjum um land allt í samstarfi við atvinnulífið o.m.fl. Samfylkingin vill bæta námslánakerfið, hækka grunnframfærslu námslána og breyta fjórðungi lána í styrk. Samfylkingin er síðan eini flokkurinn sem leggur áherslu á að taka upp að nýju samtímagreiðslur námslána og leysa þar með námsmenn undan þeirri kvöð að þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum meðan þeir bíða eftir útborgun námslána. Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi það fyrirkomulag illu heilli fyrir 20 árum og það kostar námsmenn stórar fúlgur á hverju ári, auk þess að fela í sér óeðlilega ríkisaðstoð við fjármálastofnanir.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun