Ætlar ekki að leggja leiklistina á hilluna Sara McMahon skrifar 11. apríl 2013 12:15 Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir flytur til New York í ágúst og hefur nám í leikstjórn við NYU. Fréttablaðið/Stefán „Ég er fjórði Íslendingurinn sem kemst inn og þar af önnur konan. Umsóknarferlið tók marga mánuði og ég sendi meðal annars inn hugmyndir að myndum í fullri lengd, samtöl, hugmynd af stuttmynd og vídeó,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem komst nýverið inn í Tisch School of the Arts við New York University þar sem hún mun læra kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn næstu þrjú árin. Af áttahundruð umsækjendum voru hundrað boðaðir í viðtal og fór viðtal Önnu Gunndísar fram á samskiptaforritinu Skype. „Ég var með þrjár frumsýningar á skömmum tíma og komst alls ekki út í viðtalið. Ég talaði því við þau í gegnum Skype,“ segir Anna Gunndís, en hún starfar sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar. Anna Gunndís flytur út í byrjun ágúst og kveðst hlakka mikið til enda sé borgin hreint ótrúleg. „Ég var í New York í þrjár vikur um jólin og þetta er alveg ótrúleg borg. Ég hlakka mikið til þess að koma þangað yfir sumartímann því það var skítkalt þegar ég var þarna síðast,“ segir hún og hlær. Eiginmaður hennar og samstarfsfélagi, leikarinn Einar Aðalsteinsson, mun svo flytja út í haust. „Hann ætlar að koma aðeins seinna og vonandi fær hann einhverja vinnu í kjölfarið.“ Spurð hvort hún ætli að snúa sér alfarið að leikstjórn að náminu loknu svarar Anna Gunndís neitandi. „Ég var spurð að því sama í viðtalinu og þá sagði ég nei. Maður getur vel gert bæði.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er fjórði Íslendingurinn sem kemst inn og þar af önnur konan. Umsóknarferlið tók marga mánuði og ég sendi meðal annars inn hugmyndir að myndum í fullri lengd, samtöl, hugmynd af stuttmynd og vídeó,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem komst nýverið inn í Tisch School of the Arts við New York University þar sem hún mun læra kvikmyndagerð með áherslu á leikstjórn næstu þrjú árin. Af áttahundruð umsækjendum voru hundrað boðaðir í viðtal og fór viðtal Önnu Gunndísar fram á samskiptaforritinu Skype. „Ég var með þrjár frumsýningar á skömmum tíma og komst alls ekki út í viðtalið. Ég talaði því við þau í gegnum Skype,“ segir Anna Gunndís, en hún starfar sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar. Anna Gunndís flytur út í byrjun ágúst og kveðst hlakka mikið til enda sé borgin hreint ótrúleg. „Ég var í New York í þrjár vikur um jólin og þetta er alveg ótrúleg borg. Ég hlakka mikið til þess að koma þangað yfir sumartímann því það var skítkalt þegar ég var þarna síðast,“ segir hún og hlær. Eiginmaður hennar og samstarfsfélagi, leikarinn Einar Aðalsteinsson, mun svo flytja út í haust. „Hann ætlar að koma aðeins seinna og vonandi fær hann einhverja vinnu í kjölfarið.“ Spurð hvort hún ætli að snúa sér alfarið að leikstjórn að náminu loknu svarar Anna Gunndís neitandi. „Ég var spurð að því sama í viðtalinu og þá sagði ég nei. Maður getur vel gert bæði.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira