Búist við gífurlega hröðum flötum Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 15:00 Nordicphotos/Getty Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. Þeir eru þar að safna efni í sjónvarpsþátt sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar skella sér á Masters og munu gefa íslenskum golfáhugamönnum innsýn inn í þetta vinsæla risamót. „Við erum búnir að vera hér frá því á sunnudag og höfum verið duglegir við að safna efni. Við urðum t.d. vitni að því á mánudag þegar bandaríski kylfingurinn John Huh fór holu í höggi á 16. braut. Við misstum reyndar af högginu þar sem við vorum að mynda Tiger Woods á sama tíma slá af 17. teig,“ segir Þorsteinn og hlær. Gríðarleg öryggisgæsla er á Augusta National-vellinum og það er ekki hlaupið að því að ná kylfingum í viðtal. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra og kunnum betur á þetta. Við náðum í nokkur góð viðtöl við kylfinga eins og Henrik Stenson, fyrrverandi risameistarana Ben Crenshaw og Jose Maria Olazabal, og David Toms. Við ræddum einnig við Belgann Nicolas Colsaerts. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt að ná þessum stórstjörnum í viðtöl. Það er mikil gæsla og aðeins hægt að ná viðtali við þessa kappa við klúbbhúsið. Aðgengi að leikmönnum er mjög takmarkað. Okkur hefur hins vegar tekist að ná í mikið af góðu efni sem við munum sýna í sérstökum þætti um ferð okkar á Masters,“ segir Þorsteinn. Allir veðja á Tiger WoodsÞorsteinn Hallgrímsson Friðrik Þór Halldórsson golf mastersmótið 2013 Augusta National völlurTiger Woods fær mikla athygli í aðdraganda Masters-mótsins og nafn hans virðist vera á allra vörum. Hann hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Masters og Þorsteinn telur hann líklegan til afreka um helgina. „Það spá allir Tiger Woods sigri í þessu móti. Það er hins vegar ekkert nýtt enda hefur hann verið talinn sigurstranglegastur í þessu móti síðastliðin fimmtán ár. Af öðrum kylfingum minnast margir á Phil Mickelson, Justin Rose og Lee Westwood. Þetta eru allt kylfingar sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Völlurinn hentar auðvitað sumum kylfingum betur en öðrum. Þó að Rory McIlroy hafi ekki gengið vel í ár er hann líklegur eftir að hafa orðið í öðru sæti í Texas um síðustu helgi,“ segir Þorsteinn, sem telur að mótið muni vinnast á flötunum. „Flatirnar eru gríðarlega erfiðar og mikið landslag. Við fylgdumst með mörgum kylfingum að pútta á vellinum í gær og það kemur manni hreinlega á óvart hversu mikið brot er í flötunum. Það skiptir miklu máli að hafa góða lengdarstjórnun, sjálfstraust á flötunum og vera réttu megin við holuna.“ Augusta National skartar sínu fegurstaÞorsteinn Hallgrímsson Friðrik Þór Halldórsson golf mastersmótið 2013 Augusta National völlurÞað er ekkert til sparað til að gera þetta fyrsta risamót ársins eins glæsilegt og mögulegt er. Starfsmenn vallarins vinna baki brotnu við að fínpússa hvert einasta smáatriði í vellinum og var 14. flötin á vellinum sem dæmi endurbyggð frá grunni fyrir mótið í ár. Þorsteinn segir að völlurinn líti jafnvel betur út en fyrir ári síðan. „Völlurinn er í frábæru ásigkomulagi og margir vilja meina að hann sé betri í ár en á síðasta ári. Vorið kom aðeins fyrr á síðasta ári og það varð til þess að blómin voru búin að blómstra fyrir mótið. Þau eru akkúrat að blómstra núna og völlurinn skartar sínu fegursta. Nokkrir kylfingar höfðu það á orði við okkur að flatirnar væru hraðari en á síðasta ári og ef það reynist rétt þá verður gífurlegur hraði á flötunum,“ segir Þorsteinn. Líklega er ekkert golfmót í heiminum sem hefur sama sjarma og Masters-mótið á Augusta National. Mótið er eina risamótið sem ávallt fer fram á sama vellinum og það að klæðast græna jakkanum í mótlok er draumur allra kylfinga. „Það er mögnuð stemning á Augusta National. Miðar á æfingahring á mánudeginum voru að fara á svörtum markaði fyrir um 1.000 dali, sem eru gríðarlega fjárhæðir og sýnir ótrúlegar vinsældir mótsins,“ segir Þorsteinn. „Það er einnig magnað að allt sem selt er inni á svæðinu er merkt Masters bak og fyrir. Það er hreinlega allt grænt á Augusta National.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport & HD í kvöld. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. Þeir eru þar að safna efni í sjónvarpsþátt sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar skella sér á Masters og munu gefa íslenskum golfáhugamönnum innsýn inn í þetta vinsæla risamót. „Við erum búnir að vera hér frá því á sunnudag og höfum verið duglegir við að safna efni. Við urðum t.d. vitni að því á mánudag þegar bandaríski kylfingurinn John Huh fór holu í höggi á 16. braut. Við misstum reyndar af högginu þar sem við vorum að mynda Tiger Woods á sama tíma slá af 17. teig,“ segir Þorsteinn og hlær. Gríðarleg öryggisgæsla er á Augusta National-vellinum og það er ekki hlaupið að því að ná kylfingum í viðtal. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra og kunnum betur á þetta. Við náðum í nokkur góð viðtöl við kylfinga eins og Henrik Stenson, fyrrverandi risameistarana Ben Crenshaw og Jose Maria Olazabal, og David Toms. Við ræddum einnig við Belgann Nicolas Colsaerts. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt að ná þessum stórstjörnum í viðtöl. Það er mikil gæsla og aðeins hægt að ná viðtali við þessa kappa við klúbbhúsið. Aðgengi að leikmönnum er mjög takmarkað. Okkur hefur hins vegar tekist að ná í mikið af góðu efni sem við munum sýna í sérstökum þætti um ferð okkar á Masters,“ segir Þorsteinn. Allir veðja á Tiger WoodsÞorsteinn Hallgrímsson Friðrik Þór Halldórsson golf mastersmótið 2013 Augusta National völlurTiger Woods fær mikla athygli í aðdraganda Masters-mótsins og nafn hans virðist vera á allra vörum. Hann hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Masters og Þorsteinn telur hann líklegan til afreka um helgina. „Það spá allir Tiger Woods sigri í þessu móti. Það er hins vegar ekkert nýtt enda hefur hann verið talinn sigurstranglegastur í þessu móti síðastliðin fimmtán ár. Af öðrum kylfingum minnast margir á Phil Mickelson, Justin Rose og Lee Westwood. Þetta eru allt kylfingar sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Völlurinn hentar auðvitað sumum kylfingum betur en öðrum. Þó að Rory McIlroy hafi ekki gengið vel í ár er hann líklegur eftir að hafa orðið í öðru sæti í Texas um síðustu helgi,“ segir Þorsteinn, sem telur að mótið muni vinnast á flötunum. „Flatirnar eru gríðarlega erfiðar og mikið landslag. Við fylgdumst með mörgum kylfingum að pútta á vellinum í gær og það kemur manni hreinlega á óvart hversu mikið brot er í flötunum. Það skiptir miklu máli að hafa góða lengdarstjórnun, sjálfstraust á flötunum og vera réttu megin við holuna.“ Augusta National skartar sínu fegurstaÞorsteinn Hallgrímsson Friðrik Þór Halldórsson golf mastersmótið 2013 Augusta National völlurÞað er ekkert til sparað til að gera þetta fyrsta risamót ársins eins glæsilegt og mögulegt er. Starfsmenn vallarins vinna baki brotnu við að fínpússa hvert einasta smáatriði í vellinum og var 14. flötin á vellinum sem dæmi endurbyggð frá grunni fyrir mótið í ár. Þorsteinn segir að völlurinn líti jafnvel betur út en fyrir ári síðan. „Völlurinn er í frábæru ásigkomulagi og margir vilja meina að hann sé betri í ár en á síðasta ári. Vorið kom aðeins fyrr á síðasta ári og það varð til þess að blómin voru búin að blómstra fyrir mótið. Þau eru akkúrat að blómstra núna og völlurinn skartar sínu fegursta. Nokkrir kylfingar höfðu það á orði við okkur að flatirnar væru hraðari en á síðasta ári og ef það reynist rétt þá verður gífurlegur hraði á flötunum,“ segir Þorsteinn. Líklega er ekkert golfmót í heiminum sem hefur sama sjarma og Masters-mótið á Augusta National. Mótið er eina risamótið sem ávallt fer fram á sama vellinum og það að klæðast græna jakkanum í mótlok er draumur allra kylfinga. „Það er mögnuð stemning á Augusta National. Miðar á æfingahring á mánudeginum voru að fara á svörtum markaði fyrir um 1.000 dali, sem eru gríðarlega fjárhæðir og sýnir ótrúlegar vinsældir mótsins,“ segir Þorsteinn. „Það er einnig magnað að allt sem selt er inni á svæðinu er merkt Masters bak og fyrir. Það er hreinlega allt grænt á Augusta National.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport & HD í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30