Byggðin sem gleymdist Eyþór Jóvinsson skrifar 10. apríl 2013 07:00 Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun