Er Sigmundur Davíð lærdómur okkar af hruninu? Jón Kalman Stefánsson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir er brennuvargur. Hún stendur bráðlega upp úr stól forsætisráðherra og skilur allt eftir í rúst, við skulum kasta fúleggjum á eftir henni og formæla þeim sem kusu hana fyrir fjórum árum. Í Fréttablaðinu 30. mars síðastliðinn var stór skopmynd af Jóhönnu, hún gengur frá Alþingishúsinu, leið, jafnvel fýld á svipinn, og með hendur fyrir aftan bak, eins og henni sé sama um eldhafið, eða taki þá ekki eftir því að Alþingishúsið brennur, að það er eitt eldhaf: með þessum hætti fannst skopmyndateiknaranum við hæfi að kveðja forsætisráðherrann, með þeim skilaboðum að hún hafi gert umtalsvert meira ógagn en gagn, að hún hafi verið ógæfa fyrir þjóðina. Og samkvæmt skoðanakönnum virðist verulegur meirihluti sammála þessari túlkun teiknarans; Jóhanna hefur mælst með mjög lítið traust, og sárafáir reiðubúnir að stíga fram og mæla henni bót. Hún sem var bjargvætturinn fyrir fjórum árum, sá stjórnmálamaður sem naut yfirgnæfandi trausts, nú yfirgefur hún sviðið undir kasti fúleggja, og fullyrðinga um að hún hafi gert meira ógagn en gagn, að hún hafi jafnvel verið Íslands ógæfa. Og hvað eigum við að segja við því? Raunsætt mat, eða enn einn sigur sameiginlegs átaks popúlista og hagsmunaafla á borð við LÍU; enn einn sigur áróðurs yfir umræðunni hér á Íslandi? Heiðarleiki og ábyrgð óvinur? Fram undan eru fyrstu kosningar til Alþingis eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Þessi 1.500 síðna skýrsla um aðdraganda og orsakir hrunsins hér á Íslandi er svo vönduð í alla staði, djúp af hugsun, sanngjörn í framsetningu og studd föstum rökum, að hún ætti að hafa víðtæk áhrif á umræðuna og samfélagið. Ég held að fyrstu mánuðina eftir útkomu hennar hafi margir líka hugsað í þá átt, að ekki væri mögulegt að halda áfram öðruvísi en með annað augað á skýrslunni, niðurstöðum hennar og lærdómi. Og að næsta kosningabarátta myndi litast af brýningum hennar; umræðan öll, framlag fjölmiðla, fræðimanna, almennings. Og þessi orð úr skýrslunni brennd inn í hugsun okkar: „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnmálaflokka. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum.“ Sama dag og skopmyndin birtist í Fréttablaðinu, var blaðið með viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra og formann Vinstri grænna. Viðtalið rataði ekki á forsíðu blaðsins, sem bendir til þess að það hafi ekki þótt nógu spennandi. Hvers vegna ekki? Ja, hugsanlega vegna þess að Katrín forðaðist stórar yfirlýsingar, sagði ekki orð um að flokkur hennar muni bjarga heimilum undan skuldum, lækka skatta, dæla fjörefni í atvinnulífið, ekkert slíkt, hún tiltók þvert á móti að hún kærði sig ekki um að taka þátt í loforðakapphlaupinu. Nú veit ég ekki hvort áherslur Katrínar séu hinar réttu fyrir íslenskt þjóðfélag, hvort það sé okkur til heilla að hafa hana áfram við stjórn, en hitt veit ég að orðræða hennar rímar vel við það sem höfundar Rannsóknarskýrslunnar lýstu eftir: að koma umræðunni upp úr morfískviksyndinu og upp á vitrænt plan. Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort viðtalið hafi ekki þótt forsíðuefni einmitt vegna þess að Katrín sniðgekk falleg loforð, ábyrgðarlausar yfirlýsingar. Að leið stjórnmálamanna á forsíður dagblaða, inn í fyrstu frétt ljósvakamiðla, sé sú að taka nógu stórt upp í sig, tala í fyrirsögnum, en sniðganga rök, ábyrgð og önnur leiðindi? Skyldi heiðarleiki og ábyrgð þá vera óvinur stjórnmálamannsins í kosningabaráttunni, en tækifærismennska og svimandi loforð vinur hans og leið til valda? Nýtt ball með gamalli hljómsveit Þegar þessar línur eru skrifaðar, virðast enn þá líkur á samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins – sem er gamalkunnug hljómsveit. Undanfarnar vikur hefur formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð, ekki sparað loforðin um miklu betri músík, að það verði dansað komist hann til valda, að þessi þjakaða þjóð sjái loksins til sólar – flokkurinn siglir enda með himinskautum og mælist með metfylgi. Þá verður dansað; gott ef satt reynist. Nú reynir hins vegar sem aldrei fyrr á okkur kjósendur, og fjölmiðlafólk landsins – bráðlega kemur í ljós hvort hrunið hefur kennt okkur eitthvað, hvort skýrar niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar hafi haft eitthvað að segja. Eða verður það ekki skylda okkar að spyrja alla þá sem bjóða sig fram til valda, sem telja sig þess umkomna að setjast í stjórn og taka ákvarðanir sem móta umhverfi okkar og framtíð, hvassra spurninga? Hljótum við ekki að segja: Hér eftir verður ófyrirgefanlegt að leyfa stjórnmálamönnum að svara í frösum, drepa rökum á dreif með morfístækni. Hljótum við ekki að segja: Enginn fjölmiðlamaður með sjálfsvirðingu má rétta hljóðnema eða upptökutæki í átt að stjórnmálamanni öðruvísi en vopnaður gagnrýnum spurningum – og jafnframt reiðubúinn að bregðast við ef viðkomandi reynir að fela hugsun sína í innantómum yfirlýsingum og frösum? Við megum, til að mynda, ekki láta Sigmund Davíð komast upp með þá brellu að kalla Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk „hrunflokkana“, eins og maður hefur heyrt hann gera, og þannig lauma þeirri blekkingu að fólki að Framsókn sé alls enginn hrunflokkur, heldur þvert á móti hópur hreinna sveina og hreinna meyja, hvítþveginn flokkur sem beri ekki ábyrgð á neinu. Jafnvel færustu spunameistarar eiga ekki að geta skotið Framsókn undan ábyrgðinni, sektinni; að það var hann sem, ásamt Sjálfstæðisflokki, afhenti flokksgæðingum bankana og gaf þeim frjálsar hendur, hann sem kom 90 prósenta húsnæðislánum í gegn, og sem eyðilagði hið mikla Lagarfljót með því að hundsa gróflega viðvörunarorð vísindamanna – það eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sem framar öllum öðrum flokkum eiga að taka þessi orð Rannsóknarskýrslunnar til sín, og læra af þeim: „Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðilegum röksemdum er mein í íslenskum stjórnmálum.“ Lærdómur okkar af hruninu? Hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn lært eitthvað af mistökum sínum, boða þeir nýja hugsun, nýjar aðferðir, vilja þeir hafa fagmennskuna að leiðarljósi og hafna valdaklækjum og rökræðulist? Ef svarið er nei – nálgast það þá ekki sjálfseyðingarhvöt að leiða flokkana aftur til valda? Og sýnir að við lærðum ekkert af brjálæði og græðgi góðærisins, og öll vinna og framlag Rannsóknarskýrslunnar því til einskis? Að okkur er ekki viðbjargandi; að við getum farið að telja niður í næsta hrun. Það ískyggilega er, ef maður tekur mið af síðustu misserum, og upphafi kosningabaráttunnar, að Framsóknar– og Sjálfstæðisflokkurinn virðast koma hinir sömu til baka, eins og það hafi ekki orðið neitt hrun, og aldrei nein Rannsóknarskýrsla gefin út, eða hvernig á að túlka það öðruvísi þegar Illugi Gunnarsson, einn helsti leiðtogi Sjálfstæðismanna, segir að það hafi verið einstaklingar sem brugðust, ekki flokkurinn, sumsé, ekki stefnan, ekki aðferðin? Og hvernig ber þá að túlka það að þeir taka ríkisrekna frjálshyggjupostulann, Hannes Hólmstein, sannarlega einn af höfundum hrunsins, enn þá alvarlega? Og hvað lesum við síðan úr nýlegri auglýsingu þar sem konum á lista flokksins, með Hönnu Birnu í miðju, er raðað upp og undir þeim texti varðandi ráðstöfunartekjur heimilanna – undirstrikar það ekki að flokkurinn er enn rammlega bundinn á klafa gamalla viðhorfa, nefnilega að það séu konurnar sem sjá um heimilin, karlarnir um þjóðfélagið? Enn þá flokkur karlmanna og Hannesar Hólmsteins, enn þá flokkur LÍU og sannleika stórra virkjana, þrátt fyrir dautt Lagarfljót? Enn þá nákvæmlega sami flokkur og fyrir hrun. Við megum þá búast við sviplíkum mistökum, og óhætt að setja Rannsóknarskýrsluna í pappírstætarann. Fari kosningar eins og spár benda til, þá felum við framtíð okkar á hendur gömlu valdaflokkunum, og þá undir forystu Sigmundar Davíðs sem hefur á síðustu árum því miður gerst ítrekað sekur um talsverða tækifærismennsku; er Sigmundur Davíð kannski lærdómur okkar af hruninu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir er brennuvargur. Hún stendur bráðlega upp úr stól forsætisráðherra og skilur allt eftir í rúst, við skulum kasta fúleggjum á eftir henni og formæla þeim sem kusu hana fyrir fjórum árum. Í Fréttablaðinu 30. mars síðastliðinn var stór skopmynd af Jóhönnu, hún gengur frá Alþingishúsinu, leið, jafnvel fýld á svipinn, og með hendur fyrir aftan bak, eins og henni sé sama um eldhafið, eða taki þá ekki eftir því að Alþingishúsið brennur, að það er eitt eldhaf: með þessum hætti fannst skopmyndateiknaranum við hæfi að kveðja forsætisráðherrann, með þeim skilaboðum að hún hafi gert umtalsvert meira ógagn en gagn, að hún hafi verið ógæfa fyrir þjóðina. Og samkvæmt skoðanakönnum virðist verulegur meirihluti sammála þessari túlkun teiknarans; Jóhanna hefur mælst með mjög lítið traust, og sárafáir reiðubúnir að stíga fram og mæla henni bót. Hún sem var bjargvætturinn fyrir fjórum árum, sá stjórnmálamaður sem naut yfirgnæfandi trausts, nú yfirgefur hún sviðið undir kasti fúleggja, og fullyrðinga um að hún hafi gert meira ógagn en gagn, að hún hafi jafnvel verið Íslands ógæfa. Og hvað eigum við að segja við því? Raunsætt mat, eða enn einn sigur sameiginlegs átaks popúlista og hagsmunaafla á borð við LÍU; enn einn sigur áróðurs yfir umræðunni hér á Íslandi? Heiðarleiki og ábyrgð óvinur? Fram undan eru fyrstu kosningar til Alþingis eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Þessi 1.500 síðna skýrsla um aðdraganda og orsakir hrunsins hér á Íslandi er svo vönduð í alla staði, djúp af hugsun, sanngjörn í framsetningu og studd föstum rökum, að hún ætti að hafa víðtæk áhrif á umræðuna og samfélagið. Ég held að fyrstu mánuðina eftir útkomu hennar hafi margir líka hugsað í þá átt, að ekki væri mögulegt að halda áfram öðruvísi en með annað augað á skýrslunni, niðurstöðum hennar og lærdómi. Og að næsta kosningabarátta myndi litast af brýningum hennar; umræðan öll, framlag fjölmiðla, fræðimanna, almennings. Og þessi orð úr skýrslunni brennd inn í hugsun okkar: „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnmálaflokka. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum.“ Sama dag og skopmyndin birtist í Fréttablaðinu, var blaðið með viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra og formann Vinstri grænna. Viðtalið rataði ekki á forsíðu blaðsins, sem bendir til þess að það hafi ekki þótt nógu spennandi. Hvers vegna ekki? Ja, hugsanlega vegna þess að Katrín forðaðist stórar yfirlýsingar, sagði ekki orð um að flokkur hennar muni bjarga heimilum undan skuldum, lækka skatta, dæla fjörefni í atvinnulífið, ekkert slíkt, hún tiltók þvert á móti að hún kærði sig ekki um að taka þátt í loforðakapphlaupinu. Nú veit ég ekki hvort áherslur Katrínar séu hinar réttu fyrir íslenskt þjóðfélag, hvort það sé okkur til heilla að hafa hana áfram við stjórn, en hitt veit ég að orðræða hennar rímar vel við það sem höfundar Rannsóknarskýrslunnar lýstu eftir: að koma umræðunni upp úr morfískviksyndinu og upp á vitrænt plan. Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort viðtalið hafi ekki þótt forsíðuefni einmitt vegna þess að Katrín sniðgekk falleg loforð, ábyrgðarlausar yfirlýsingar. Að leið stjórnmálamanna á forsíður dagblaða, inn í fyrstu frétt ljósvakamiðla, sé sú að taka nógu stórt upp í sig, tala í fyrirsögnum, en sniðganga rök, ábyrgð og önnur leiðindi? Skyldi heiðarleiki og ábyrgð þá vera óvinur stjórnmálamannsins í kosningabaráttunni, en tækifærismennska og svimandi loforð vinur hans og leið til valda? Nýtt ball með gamalli hljómsveit Þegar þessar línur eru skrifaðar, virðast enn þá líkur á samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins – sem er gamalkunnug hljómsveit. Undanfarnar vikur hefur formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð, ekki sparað loforðin um miklu betri músík, að það verði dansað komist hann til valda, að þessi þjakaða þjóð sjái loksins til sólar – flokkurinn siglir enda með himinskautum og mælist með metfylgi. Þá verður dansað; gott ef satt reynist. Nú reynir hins vegar sem aldrei fyrr á okkur kjósendur, og fjölmiðlafólk landsins – bráðlega kemur í ljós hvort hrunið hefur kennt okkur eitthvað, hvort skýrar niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar hafi haft eitthvað að segja. Eða verður það ekki skylda okkar að spyrja alla þá sem bjóða sig fram til valda, sem telja sig þess umkomna að setjast í stjórn og taka ákvarðanir sem móta umhverfi okkar og framtíð, hvassra spurninga? Hljótum við ekki að segja: Hér eftir verður ófyrirgefanlegt að leyfa stjórnmálamönnum að svara í frösum, drepa rökum á dreif með morfístækni. Hljótum við ekki að segja: Enginn fjölmiðlamaður með sjálfsvirðingu má rétta hljóðnema eða upptökutæki í átt að stjórnmálamanni öðruvísi en vopnaður gagnrýnum spurningum – og jafnframt reiðubúinn að bregðast við ef viðkomandi reynir að fela hugsun sína í innantómum yfirlýsingum og frösum? Við megum, til að mynda, ekki láta Sigmund Davíð komast upp með þá brellu að kalla Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk „hrunflokkana“, eins og maður hefur heyrt hann gera, og þannig lauma þeirri blekkingu að fólki að Framsókn sé alls enginn hrunflokkur, heldur þvert á móti hópur hreinna sveina og hreinna meyja, hvítþveginn flokkur sem beri ekki ábyrgð á neinu. Jafnvel færustu spunameistarar eiga ekki að geta skotið Framsókn undan ábyrgðinni, sektinni; að það var hann sem, ásamt Sjálfstæðisflokki, afhenti flokksgæðingum bankana og gaf þeim frjálsar hendur, hann sem kom 90 prósenta húsnæðislánum í gegn, og sem eyðilagði hið mikla Lagarfljót með því að hundsa gróflega viðvörunarorð vísindamanna – það eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sem framar öllum öðrum flokkum eiga að taka þessi orð Rannsóknarskýrslunnar til sín, og læra af þeim: „Skortur á fagmennsku og vantrú á fræðilegum röksemdum er mein í íslenskum stjórnmálum.“ Lærdómur okkar af hruninu? Hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn lært eitthvað af mistökum sínum, boða þeir nýja hugsun, nýjar aðferðir, vilja þeir hafa fagmennskuna að leiðarljósi og hafna valdaklækjum og rökræðulist? Ef svarið er nei – nálgast það þá ekki sjálfseyðingarhvöt að leiða flokkana aftur til valda? Og sýnir að við lærðum ekkert af brjálæði og græðgi góðærisins, og öll vinna og framlag Rannsóknarskýrslunnar því til einskis? Að okkur er ekki viðbjargandi; að við getum farið að telja niður í næsta hrun. Það ískyggilega er, ef maður tekur mið af síðustu misserum, og upphafi kosningabaráttunnar, að Framsóknar– og Sjálfstæðisflokkurinn virðast koma hinir sömu til baka, eins og það hafi ekki orðið neitt hrun, og aldrei nein Rannsóknarskýrsla gefin út, eða hvernig á að túlka það öðruvísi þegar Illugi Gunnarsson, einn helsti leiðtogi Sjálfstæðismanna, segir að það hafi verið einstaklingar sem brugðust, ekki flokkurinn, sumsé, ekki stefnan, ekki aðferðin? Og hvernig ber þá að túlka það að þeir taka ríkisrekna frjálshyggjupostulann, Hannes Hólmstein, sannarlega einn af höfundum hrunsins, enn þá alvarlega? Og hvað lesum við síðan úr nýlegri auglýsingu þar sem konum á lista flokksins, með Hönnu Birnu í miðju, er raðað upp og undir þeim texti varðandi ráðstöfunartekjur heimilanna – undirstrikar það ekki að flokkurinn er enn rammlega bundinn á klafa gamalla viðhorfa, nefnilega að það séu konurnar sem sjá um heimilin, karlarnir um þjóðfélagið? Enn þá flokkur karlmanna og Hannesar Hólmsteins, enn þá flokkur LÍU og sannleika stórra virkjana, þrátt fyrir dautt Lagarfljót? Enn þá nákvæmlega sami flokkur og fyrir hrun. Við megum þá búast við sviplíkum mistökum, og óhætt að setja Rannsóknarskýrsluna í pappírstætarann. Fari kosningar eins og spár benda til, þá felum við framtíð okkar á hendur gömlu valdaflokkunum, og þá undir forystu Sigmundar Davíðs sem hefur á síðustu árum því miður gerst ítrekað sekur um talsverða tækifærismennsku; er Sigmundur Davíð kannski lærdómur okkar af hruninu?
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun